25.6.2008 | 11:37
Enda ekki pláss fyrir þig, kallinn minn
![]() |
Sneijder: Ég fer ekki til United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2008 | 00:05
Líkur sækir líkan heim
![]() |
Scolari: Peningarnir réðu miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2008 | 23:35
Tapari
Terry á í raun að biðja alla ensku þjóðina afsökunar fyrir hrákann ala Diouf. Hrokinn varð honum nú að falli. Skammaði dómarann. Skammaði Tevez fyrir að gera það sama og hann sjálfur gerði. Skyrpti á Tevez. Brenndi víti sem hann átti aldrei að taka. Grenjaði. Tapaði.
Vann ekki svo mikið sem páskaegg í ár.
Terry er holdgervingur knattspyrnulegrar hræsni. Hann á að vera kórdrengur Englands en er í raun úlfur í sauðagæru. Örlög hans eru við hæfi. Hann er ekki fær um að bera fyrirliðaband Englendinga. Terry: snýttu þér, vertu maður og taktu til í þínum eigin garði.
![]() |
Terry biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 26.5.2008 kl. 00:23 | Slóð | Facebook
22.5.2008 | 02:01
Terry vildi vera hetjan
Tveir stærstu bikararnir orðnir okkar. Frábær frammistaða hjá liði sem á sér enga jafningja. Ég er búinn að segja það hér hvað eftir annað að Chelsea eru sjálfum sér verstir. Ef þeir hefðu nálgast sitt verkefni með meiri virðingu og minna málæði, hefði niðurstaða þeirra kannski orðið einn bikar. Nú er bikaraskápurinn á Brúnni tómur. Þeir munu að vanda afskrifta mikið og skila miklu tapi.
Maður sem er stundum kallaður herra Chelsea klúðraði þessu fyrir Chelsea. Hann er alltaf fyrstur á staðinn til að reyna að breyta ákvörðun dómara, skammar leikmenn andstæðinga fyrir gróf brot og gerir sig ávallt stórann í vörninni baðandi höndum sínum út eins og Mávur.
Hann grenjaði eins og smástrákur eftir leikinn, en er ekki minni fyrir það. Hann þarf bara að læra að nálgast leikinn með meiri virðingu.
Chelsea átti ekkert skilið á þessu tímabili.
![]() |
Man. Utd Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2008 | 18:52
Grant stendur ekki við stóru orðin
Við erum meistarar. Vel að því komnir og í raun það eina rétta úr því að Arsenal ákvað að segja þetta gott, þar sem eingöngu þessi tvö lið spiluðu fótbolta í vetur.
Grant var tíðrætt um að það ætti í raun að spila úrslitaleik á milli liða sem væru með sama stigafjölda í tveimur efstu sætunum, fyrir síðustu umferðina.
Lágmarkskrafa fyrir slíku er að eftir lokaumferðina þá séu bæði lið með sama fjölda stiga, þótt annað sé með betri markatölu.
Chelsea endaði með 85 stig en United með 87.
Ertu með plástur á þessa kenningu Grant, eða nýja?
![]() |
Manchester United er enskur meistari 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook
30.4.2008 | 00:08
Hvar er pressan núna Avram Grant?
"Það er ekki auðvelt að vinna tvo leiki þegar þú ert undir pressu. Við vonum að við verðum glaðir í lok tímabils."
Ummæli Grants eftir sigur Chelsea á United voru til þess fallin að hrúga pressu á United fyrir næstu leiki Rauðu djöflanna. Það vakti hins vegar furðu mína að jafn áhrifalaus maður og Grant er, skuli í raun setja svo mikla pressu á eigin leikmenn með tilraun til að hæðast að helstu keppinautum sínum. Ballack átti svipað uppistand í breskum miðlum, en fáir taka hinn moldríka Ballack alvarlega, hann er góður knattspyrnumaður, en ekki skærasta peran í seríunni.
Ummælin kunna að reynast Chelsea dýrkeypt.
Nú er staðan einfaldlega þannig að United er komnir til Moskvu og hafa leiktíðina heima í hendi sér. Það skal enginn velkjast í vafa um að United er keyrðir áfram af miklu hungri að klára mótið heima með stæl eftir sigurinn á Barca. Menn sjá nú von á tvennu sem er ómetanleg í ferilskrá leikmanna.
Hvað ætla Chelsea menn að gera ef Liverpool vinnur þá einfaldlega á morgun? Halda áfram að bíða og vona eftir því að United misstigi sig í deildinni? Hlutskipti þeirra er ekki eftirsóknarvert og hlýtur að vera gremjulegt að vinna lið sem sem getur samt gert sigur þeirra marklausan.
Allra augu eru nú á liði Chelsea. Eitthvað sem liðið hefur hingað til verið án og uppskorið vel fyrir vikið. Allt í einu er lið Liverpool bráðin og jafnvel fyrirliðinn Steven Gerrard lætur hafa eftir sér að hann telji "Chelsea líklegri til að komast áfram". Fyrir þá sem ekki kunna að lesa á milli línanna þá skal það árétt að jafnmikill keppnismaður og Gerrard hefur aðra falda meiningu í slíkum orðum.
Pressan er hægt og rólega að færast á hinn róstusama klúbb frá London sem hefur notið þýfis Abramovich, stolnu frá hinni rússnesku þjóð, sem skotsilfur til leikmannakaupa.
Hvar er pressan núna, Grant?
![]() |
Scholes skaut Man Utd til Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 00:42
Stór ákvörðun hjá litlum manni
2-1 fyrir Chelsea í leik sem gat farið 2-0 til 3-0 í fyrrihálfleik. Mér varð illt í maganum að sjá til spilamennsku okkar manna í upphafi. 4-3-3 kerfi var í raun 4-3-"engin mættur til leiks" þar sem Rooney var týndur og Giggs að leita að boltanum. Nani var mættur en ekki tilbúinn. Mark hins vellauðuga Lundúnarbúa Ballacks var fallegt og afar rausnarlegt af okkar hálfu. Maðurinn sigldi einn á lignum sjó og skallaði í autt markið. Hver gleymdi að telja? Þegar hálfleikur rann upp var ég dauðslifandi feginn. Ég huggaði mig við þá staðreynd að Chelsea átti engan séns að komast í toppsætið með sigri á okkur í dag, þeir höfðu jú klúðrað því sem nú frægt er orðið á móti Wigan. Með nýjan bjór í seinni hálfleik hóf maður seinni hálfleik með þá von í brjósti að við ættum ás í erminni. Fljótlega kom það á daginn að Chelsea menn ætluðu sem oft áður að vera sjálfum sér verstir með barnalegum ágreiningi á milli hins forheimska Drogba og hins nýríka Ballacks. Hér var ekki nein þörf á ás upp í erm, Rooney hafði skorað jöfnunarmark sem var þungt á skálum okkar manna. En eins og oft vill vera í stórum leikjum, skiptir frammistaða 3. aðila miklu máli. Alan Wiley sem er að mínu viti góður dómari var þó furðu oft annars hugar þegar Ronaldo var með boltann. Ballack sá til þess að Ron kæmist aldrei til flugs í teygnum, með aðferðum sem oftast skilar mönnum áminningu. Það var þó ekki sú rimma sem gerði gæfu muninn, heldur ákvörðun sem línuvörður tekur á 85. mínútu.Glenn Turner er línuvörður sem verður líklegast frægastur fyrir að draga Chelsea einn og óstuddur, aftur inní titilbaráttuna tímabilið 2007 til 2008. Fyrirgjöf sú er orsakaði vítaspyrnuna var aldrei á leið til leikmanns Chelsea. Carrick stekkur upp til að komast fyrir spyrnuna, en boltinn fer í olnboga hans sem liggur samsíða við bringuna, þar sem leikmaðurinn er að draga sig saman frekar en að stækka sig. Á venjulegum degi: hornspyrna. En ekki á þessum. Línuvörðurinn dæmir án mess að Wiley hafi nokkuð með dóminn að gera, hendi. Áttum okkur á því að hér ríkir mikill vafi á réttmæti dómsins þar sem hér er dæmt eftir þröngum skilningi reglnanna, ávinningur Carricks á því að handleika knöttinn enginn, sem og að tilraun hans að koma höndum frá bolta hljóta að teljast hönum til tekna. En skilningur Turners var annar. Hér er komin 85. mínúta í leik liða þar sem annað liðið varð að sigra til að eiga séns á titlinum, staðan er 1-1 og líklega sanngjarnasta niðurstaðan eftir framgang síðari hálfleiks.Turner var ekki á sama máli.Þessi ólánsami línuvörður hefur áður verið United erfiður ljár í þúfu. Nú má ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að maðurinn þiggi tékka frá Abramovich eins og svo margir bótaþegar gera, heldur hversu ólánsamur hann í raun er. Í leik Boro og United sem fór 2-2, þá tókst manninum að flagga Rooney rangstaðan eftir að Rooney er hið minnsta 5 metra fyrir innan rangstæðulínuna. Þetta var okkur dýrkeypt þar sem Rooney átti bara eftir að afgreiða markmanninn fyrir hið örlagaríka flagg.Það sem eftir kom talar sínu máli. Chelsea vann leikinn og eru meiri menn fyrir það. Enginn hefði átt að afskrifa þá í þessari baráttu, þeir eru með úrvals lið sem er hlaðið hæfileikum og mikilli breidd. Allir afskrifuðu þá þó, nema Manchester United. Ferguson sagði að Chelsea yrði liðið sem myndi helst gera alvöru atlögu að titlinum fyrir utan United. En heppnin spilar heldur stóra rullu í leik Chelsea. Menn þar á bæ hljóta að spyrja sig hvers vegna Chelsea nær ekki að vinna stóru leikina af eigin rammleik. Ef það er ekki Riise þá er það bara einhver Turner, að ekki sé minnst á dráttinn í bikurunum, þar sem Chelsea náði aldrei að spila á móti Premiership-klúbbi í FA Cup, og drógust ávallt í Meistaradeild á móti slökustu liðunum snemma í mótinu.
Nú er þetta í okkar höndum. Það skiptir okkur engu hvað Chelsea gerir, við þurfum bara að vinna okkar leiki, tveir eftir. Meistaradeildin er bónus. Klárum þetta.
![]() |
Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook
23.4.2008 | 23:18
Útileikjahrollurinn kemur ekki aftur þetta tímabilið
Ef Ron hefði skorað úr vítinu hefði heildar markatala endað í 5 mörkum. Ég treysti mér ekki til að segja hverjum í vil. Kannski er 0-0 fín úrslit þegar öllu er á botninn hvolft, dæmi hver fyrir sig. Nú þurfum við að fara á OT og spila okkar leik eins og við þekkjum best: til sigurs.
Ron mun brenna fleiri vítum. Það er í sjálfu sér ekki stóra málið. Stóra málið er að leikáætlun Barca gekk ekki upp, við brotnuðum ekki á síðasta fjórðungi vallarins og vörnin hélt alla leið. Leikmenn Barca voru orðnir sáttir við jafntefli ekki síður en við, en ef 10 min hefðu verið bætt við leikinn hefðum við líklega skorað. Þessar 10 min eru í raun upphafið að leiknum á OT.
Barcelona er sterkasta lið sem við höfum mætt á þessari leiktíð. Heimaleikurinn við í Chelsea í deildinni var grín, sem og leikurinn við Liverpool. Við vinnum Arsenal heima líka, en ekki með sama krafti, þótt vissulega hafi sá sigur verið sanngjarn. Við vinnum Liverpool úti og Arsenal nær uppbótartima jafntefli. Chelsea er slakasta lið þessar fjögurra liða og því formsatriði að ná hið minnsta jafntefli á Brúnni.
0-0 er sanngjörn niðurstaða. Vissulega voru móment þar sem bæði lið áttu tilkall til vítaspyrnu, en slíkt er hluti af leiknum. Lykillin að því að stoppa Barca er að loka svæðum í kringum miðjuna, þá sérstaklega við kantana. Þess vegna var Park mikilvægur hlekkur í vörnum gegn hinum magnaða Mesi. Fókus varnarmanna var góður sem kostaði að árásir Barca skiluðu engu. Fegurð og árangur er ekki það sama. Skortur á hæð í liði Barca hlýtur líka að vera áhyggjuefni fyrir liðið. Á OT þar sem tempóið er hærra og fastar en menn eiga að venjast, verða menn að hafa hæð og styrk.
Það vakti þó gremju að sjá okkur missa boltann of auðveldlega í gagnárásum, eitthvað sem við höfum verið bestir í þetta tímabilið.
Hvað sem því líður þá er eitt á hreinu. Við spilum ekki fleiri útileiki þetta tímabilið í CL. Leikurinn í Moskvu telst varla slíkur þar sem ný lögmál gilda um þann leik. Tvö lið með sömu forgjöf mætast í hreinum úrslitaleik þar sem liðið með meiri væntingar, meira hungur og sterkari trú, stendur uppi sem sigurvegari. Ég hef trú á því eftir 0-0 við Barca í kvöld að United verði annað liðið.
![]() |
Ferguson: Gerðum þetta fagmannlega - Vidic tæpur fyrir Chelsea leikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2008 | 23:44
Grant og Lamp með rugluna
Chelsea átti ekki augnablik í þessum leik. Liverpool er almennt ekki sá klúbbur er ég tek hanskann fyrir, en rétt skal vera rétt. Leikmenn Liverpool virtust hafa meiri trú á því að komast til Moskvu en andlaust lið hins litlausa Grant. Drogba var góður í tvennu, að vera rangstæður eða í grasinu, Lampard hengdi haus meira en hann teygði sig eftir skallabolta og Terry skallaði oftar hnakka andstæðinga sinna en boltann.
Skemmtilegast var þó að lesa í erlendu miðlunum mat Grants og Lamps á leiknum og í fljótu ekki ljóst við hvaða leik þeir áttu. Lampard vill meina að þeir hefðu átt jöfnunarmarkið skilið. Þegar tölfræðin er að einhverju leiti með þér, má kannski segja að maður eigi sjálfsmark inni hjá andstæðingi sínum. Ég myndi þó yfirleitt ekki berja mér á brjóst og segja að ég hefði átt þetta inni þegar ólánsemi varnarmanns skilar mér marki. Stóra málið er þó að Liverpool átti 12 skot þar af 6 á rammann, en Chelsea 7 og 3 á rammann. Þá telst ekki með sjálfsmark Riise.
Ef hefði ekki verið fyrir Big Pete í marki Rússana, hefði Chelsea tapað með 3 mörkum.
Chelsea er í miklum vandræðum. Klúbburinn er á barmi uppþots þar sem flestir leikmenn sem hafa einhverja töfra í skóm sínum er komnir hálfa leið í huga sínum til nýrra klúbba, sem og hið snjalla útspil að skipta ofvirknisjúklingi fyrir þunglyndissjúkling í brúnni, virðist ekki skila neinum trúverðugleika meðal leikmanna, fjölmiðla eða annarra liða. Raunverulegir þjálfarar liðsins eru Lamps og Terry. Grant verður tekinn af lífi þegar þessu tímabili líkur.
Viðskiptaáætlun Abramovic um að skipta rúblum fyrir titla er bara ekki að ganga upp. Þunnur stuðningsmanna hópur sem og skelfileg áætlun Kenyons að verða stærra brand en Man United, skilar félaginu ekki nægilegum tekjum.
Unitedmenn geta ekki beðið eftir að mæta Chelsea um helgina eftir frammistöðu þeirra í kvöld. Chelseamenn hafa fulla ástæðu til að halda áfram að hengja haus.
![]() |
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2008 | 19:04
Boro 2 United 2
Í stuttu máli: við hefðum getað tapað þessum leik.
Fyrir fram hafði ég slæma tilfinningu fyrir þessum leik, enda Boro með gott gengi á stóru liðin þetta tímabilið. Mér er líka enn í fersku minni þegar við vorum kjöldregnir 5-1 á sama velli fyrir nokkrum árum. Sá ótti hvarf fljót þegar leikurinn byrjaði. United hafði algera yfirburði og voru líkir sjálfum sér þar sem boltinn barst á milli manna í einni snertingu fyrir framan vítateig Boro. Markið var glæsilegt og bara spurning hvenær en ekki hvort.
Annað mark fyrir okkur hefði þó þurft að koma í fyrri hálfleik, því sá galli er á gjöf Njarðar að United þarf helst að klára leiki sína í fyrri hálfleik til að eiga sigurinn vísan. Liðið virðist einfaldlega ekki mega lenda undir, þá tapast stig. Þetta er frábrugðið því sem var hér áður þar sem United þurfti helst að lenda undir til að hrökkva í gang.
Mörkin frá Boro voru mistök og klúður í þessari röð. Giggsy sem má muna sinn fífil fegurri var arfaslakur og átti sin þátt í fyrsta marki Boro. Hann missir boltann kæruleysislega á vinstri kantinum þegar allt United liðið er að sækja sem gerir það að verkum að Brown og Oshea voru ekki í sinum stöðum. Fyrirgjöfin var einföld og afgreiðsla Afonso í raun formsatriði, maður á markmann.
Seinna mark Boro kom uppúr fáránlegu atviki. Brown sem hafði algert vald á skallaboltanum, skallar í hnakkann á Aliadiere og frákastið dettur fyrir framan lappirnar á Afonso. Afgreiðslan var flott en markið heppnismark. Á þessu augnabliki rann það upp fyrir manni að 1 stig yrði uppskeran í besta falli.
Jöfnunarmarkið var kærkomið, en lá ekki endilega í loftinu. Við bara lítum ekki vel út þegar við lendum í því að þurf að sækja mörk. Þegar hér var komið við sögu virtist stig á lið niðurstaða sem væri sanngjörn.
SAF var skýr hér um daginn þegar hann sagði að toppliðin myndu tapa stigum í átt að endamarkinu. Því skipta öll stig miklu máli. Fyrir þessa umferð var United með 5 stig á Chelsea. 5 stig er mikið á þessum tíma móts, sem kannski best sést núna þegar United er heilum leik á undan Chelsea, þrátt fyrir að tapa stigum.
Það er enn mikið eftir af mótinu og ljóst að ekki er hægt að slá neinu föstu enn. United hefur þó enn góða stöðu sem önnur lið myndu gjarnan vilja vera í.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar