Grant og Lamp með rugluna

Chelsea átti ekki augnablik í þessum leik. Liverpool er almennt ekki sá klúbbur er ég tek hanskann fyrir, en  rétt skal vera rétt. Leikmenn Liverpool virtust hafa meiri trú á því að komast til Moskvu en andlaust lið hins litlausa Grant. Drogba var góður í tvennu, að vera rangstæður eða í grasinu, Lampard hengdi haus meira en hann teygði sig eftir skallabolta og Terry skallaði oftar hnakka andstæðinga sinna en boltann. 

Skemmtilegast var þó að lesa í erlendu miðlunum mat Grants og Lamps á leiknum og í fljótu ekki ljóst við hvaða leik þeir áttu. Lampard vill meina að þeir hefðu átt jöfnunarmarkið skilið. Þegar tölfræðin er að einhverju leiti með þér, má kannski segja að maður eigi sjálfsmark inni hjá andstæðingi sínum. Ég myndi þó yfirleitt ekki berja mér á brjóst og segja að ég hefði átt þetta inni þegar ólánsemi varnarmanns skilar mér marki. Stóra málið er þó að Liverpool átti 12 skot þar af 6 á rammann, en Chelsea 7 og 3 á rammann. Þá telst ekki með sjálfsmark Riise.

Ef hefði ekki verið fyrir Big Pete í marki Rússana, hefði Chelsea tapað með 3 mörkum. 

Chelsea er í miklum vandræðum. Klúbburinn er á barmi uppþots þar sem flestir leikmenn sem hafa einhverja töfra í skóm sínum er komnir hálfa leið í huga sínum til nýrra klúbba, sem og hið snjalla útspil að skipta ofvirknisjúklingi fyrir þunglyndissjúkling í brúnni, virðist ekki skila neinum trúverðugleika meðal leikmanna, fjölmiðla eða annarra liða. Raunverulegir þjálfarar liðsins eru Lamps og Terry. Grant verður tekinn af lífi þegar þessu tímabili líkur.

Viðskiptaáætlun Abramovic um að skipta rúblum fyrir titla er bara ekki að ganga upp. Þunnur stuðningsmanna hópur sem og skelfileg áætlun Kenyons að verða stærra brand en Man United, skilar félaginu ekki nægilegum tekjum. 

Unitedmenn geta ekki beðið eftir að mæta Chelsea um helgina eftir frammistöðu þeirra í kvöld. Chelseamenn hafa fulla ástæðu til að halda áfram að hengja haus.    

 


mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband