Boro 2 United 2

Í stuttu máli: við hefðum getað tapað þessum leik.

Fyrir fram hafði ég slæma tilfinningu fyrir þessum leik, enda Boro með gott gengi á stóru liðin þetta tímabilið. Mér er líka enn í fersku minni þegar við vorum kjöldregnir 5-1 á sama velli fyrir nokkrum árum. Sá ótti hvarf fljót þegar leikurinn byrjaði. United hafði algera yfirburði og voru líkir sjálfum sér þar sem boltinn barst á milli manna í einni snertingu fyrir framan vítateig Boro. Markið var glæsilegt og bara spurning hvenær en ekki hvort.

Annað mark fyrir okkur hefði þó þurft að koma í fyrri hálfleik, því sá galli er á gjöf Njarðar að United þarf helst að klára leiki sína í fyrri hálfleik til að eiga sigurinn vísan. Liðið virðist einfaldlega ekki mega lenda undir, þá tapast stig. Þetta er frábrugðið því sem var hér áður þar sem United þurfti helst að lenda undir til að hrökkva í gang.

Mörkin frá Boro voru mistök og klúður í þessari röð. Giggsy sem má muna sinn fífil fegurri var arfaslakur og átti sin þátt í fyrsta marki Boro. Hann missir boltann kæruleysislega á vinstri kantinum þegar allt United liðið er að sækja sem gerir það að verkum að Brown og Oshea voru ekki í sinum stöðum. Fyrirgjöfin var einföld og afgreiðsla Afonso í raun formsatriði, maður á markmann.

 Seinna mark Boro kom uppúr fáránlegu atviki. Brown sem hafði algert vald á skallaboltanum, skallar í hnakkann á Aliadiere og frákastið dettur fyrir framan lappirnar á Afonso. Afgreiðslan var flott en markið heppnismark. Á þessu augnabliki rann það upp fyrir manni að 1 stig yrði uppskeran í besta falli.

Jöfnunarmarkið var kærkomið, en lá ekki endilega í loftinu. Við bara lítum ekki vel út þegar við lendum í því að þurf að sækja mörk. Þegar hér var komið við sögu virtist stig á lið niðurstaða sem væri sanngjörn. 

SAF var skýr hér um daginn þegar hann sagði að toppliðin myndu tapa stigum í átt að endamarkinu. Því skipta öll stig miklu máli. Fyrir þessa umferð  var United með 5 stig á Chelsea. 5 stig er mikið á þessum tíma móts, sem kannski best sést núna þegar United er heilum leik á undan Chelsea, þrátt fyrir að tapa stigum.

Það er enn mikið eftir af mótinu og ljóst að ekki er hægt að slá neinu föstu enn. United hefur þó enn góða stöðu sem önnur lið myndu gjarnan vilja vera í.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband