Hauslausir viðvaningar

Þetta er einfallt: mínir menn fengu víti sem var grimmur dómur, klúðruðu því sem er ljóðrænt réttlæti, gátu svo ekki varið markið sitt í næstu sókn og misstu 2 stig. Allt á innan við 10 min. Gleymum því ekki að seinna mark okkar var sjálfsmark sem og að Vidic hefði vel getað fengið dæmda á sig vítaspyrnu áður, fyrir sniðglímu á lofti.

Ef United ætlar að sýna svona karakter og spilamennsku í ár, þá getum kysst þessa dollu bless. Ég nenni ekki að hlusta á frekari afsakanir um að "þetta séu nú bara 2 stig" og að "það séu aðeins búnir 2 leikir" eða "að þetta sé nú útileikur á erfiðum velli", því að Chelsea eru ekkert að spyrja að því.

Þótt Chelsea séu að vinna stórt lið sem kom upp í ár og fyrirfram ekki líklegt að hald sér uppi, ásamt því að vinna Wigan sem bara pottþétt fellur, þá skiptir það engu. Þeir eru bara að spila svo yfirvegaðan bolta þar sem allir leikmenn (meira að segja floppið John Obi Michael) eru að leggja í púkkið. Vörnin er þétt, miðjan er hreyfanleg þar sem menn eru að skora mörk, og Drogba og Anelka í formi lífs síns.

Það er mjög úr takt við Manchester United við upphaf tímabils þar sem tímabilið áður var tímabil mistaka, vonbrigða og án bikara, að mæta ekki með hausinn á öxlunum í leik. United á að vera nákvæmlega á sama stað og Chelsea með fullt hús stiga og yfirburða markatölu.

Svo er ekki.

Ég er sá síðasti sem ganrýni leikmannakaup Sir Alex. Ég treysti honum og ef hann segir að hópurinn sé nægjanlega sterkur þá er hann það. Ef hann segir að breiddin, reynslan og sigurviljinn sé til staðar, þá er það svo.

En það breytir því ekki að við vorum berskjaldaðir á köflum í gær. Fyrir utan Scholes þá voru lykilmenn ekki að skila sínu. Hvers vegna byrjaði Park inná? Park á BARA að byrja inná í stóru leikjunum. Hvað er að Valencia? Hann virkar þreyttur en tók þó ekki þátt í HM. Hvar er hausinn á Vidic? Gerðist sekur um mistök aftur og aftur. Evans. Sorrý gaur, en þú ert ekki Manchester United efni. Flecther sem fór hratt upp í fyrra í álitastiganum var lélegur í gær og getur fallið jafn hratt og hann fór upp. O'shea er frábær öskukarl og getur spilað allar stöður þegar á þarf að halda. En að stóla á hann sem hægri bakvörð sem þarf að koma upp með boltann og setja krossinn fyrir, afhjúpar vandræðagang með hægri bakvarðarstöðuna. 

Og inná skiptingarnar. Getur einhver upplýst mig hvenær síðast United skipti inná þannig að innáskiptingin hafði teljanleg áhrif á leikinn? Þegar Giggs og Owen komu inná hugsaði ég með mér, og hvað? Owen er algerlega týndur og snerti boltan einu sinni þegar hann átti að klára leikinn. Giggs sem er að mínu viti besti fótboltamaður síðari ára þarf að spila frá byrjun til að skila sínu. Hann er ekki super-sub, hann er bara super.

Leikmannamarkaðurinn er opinn í viku enn. Ég er ekki hress með þessi Bebe kaup sem ég bara skil ekki enn. Özil rann úr greipum okkar, vonandi fyrir sakir sem við ekki stýrðum. Kallinn þarf að kaupa einn sóknarþenkjandi miðjumann, og að mínu viti góðan hægri bakvörð ef hann ætlar ekki að nota Rafael.

Engar afsakanir: ef byggja á hópinn í ár á sama hópi og í fyrra og menn telja að það dugi, þá þurfa menn að sína betri fótbolta en í gær. 

 

         


mbl.is Ferguson: Gerðum kjánaleg mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband