En hefur hann Mancunian hjarta?

Í fyrsta lagi þá þarf Ferguson ekki leyfi til að kaupa eitt eða neitt. Ef Ferguson yrði neitað um að kaupa það sem hann teldi að þurfi til að landa fleiri dollum, þá myndi hann fara frá klúbbnum með svo miklum hvell að Glazierarnir yrðu myrtir á götum Manchester.

Í öðru lagi þá þarf að skoða Özil í víðara samhengi.

Özil er sá leikmaður sem ég hef helst viljað fá og tel reyndar að þetta sé leikmaður sem gæti verið fullkominn fyrir okkur. Hann er sóknartengiliður sem þarf sára lítinn tíma og svæði til að athafna sig og getur skotið úr fáránlegum stöðum. Hann er ungur, efnilegur og ódýr.

En það er ekki nóg. Özil þarf að vilja koma til United og ekki eiga í ástarsambandi við aðra klúbba. Sögur eru á lofti um að hann vilji fara til Barcelona og "upplifa drauminn". Mér er algerlega fyrirmunað að skilja þessa draumsýn um að spila með Barcelona eða Real Madrid. Ég veit fyrir víst og tala staðreyndirnar sínu máli hvað það varðar, að þetta snýst ekki um að spila með heimsins besta liði þegar þessi tvö ágætu spænsku lið bera á góma. Það eru önnur lið sem eru í þeirri mixu líkt og United, Milan, Inter og Chelsea. Er þetta spurning um veðrið eða kellingarnar? Það hlýtur bara að vera það því að í Englandi eru bæði veður og kellingarnar viðbjóður.

Mér sýnist sem svo að Barcelona gæti nýtt Özil. Miðjan þeirra er að eldast þar sem leikmenn eins og Keita, Iniesta og Xavi eru allir um þrítugt. Þá klárlega vantar sóknarþenkjandi miðjumann, sérstaklega þegar Messi er nýttur á vængnum.

En framtíð Özil er betur varðveitt á Old Trafford. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að ef einhver kann að slípa ópússaðan demant þá er það Sir Alex. Ronaldo er nýjasta skýra dæmið um það. Hugur hans stemmdi alltaf á Real Madrid en hann gerði rétt með að byggja sig upp hjá United undir handleiðslu þeirra bestu. Özil getur unnið alla titla sem í boði eru hjá United. Hann getur líka átt farsælan feril í stærsta klúbb veraldar þar sem metnaðurinn er hvergi meiri. Barcelona hefur ekkert meira að bjóða, ekki einu sinni laun þar sem klúbburinn þarf að taka lán fyrir launagreiðslum til leikmanna. Ef hins vegar Özil er strokupési, sem girnist frekar sól og senoritur, þá getur hann bara farið til Barcelona. Við finnum alltaf annan.   


mbl.is Ferguson með leyfi til að kaupa Özil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband