Færsluflokkur: Enski boltinn

Ef refsingin er ekki í takt við glæpinn, þá áfrýjar þú

Auðvitað áfrýjar Manchester United. Besta niðurstaða: Rooney fær einn leik í bann á móti Fullham heima. Versta niðurstaða: Staðreyndin að þú áfrýjaðir ekki fáránlegu leikbanni sem á sér engin fordæmi í enskri knattspyrnusögu.haaland1_1204885824.jpg

Já. Cantona sparkaði niður bótaþegann Simmons þar sem refsingin var við hæfi.

Já. Keano sýndi Alf Inge Haaland hvaða afleiðingar það hefur að saka mesta leiðtoga boltans um meiðsl, og fékk refsingu við hæfi.

 

 

 

Steve fucking Me hjá Liverpool fékk ekki svo mikið sem áminningu hér um daginn, fyrir að senda Andre Marriner dómara V-merkið og góða slummu af fuck orðum. Nei FA sagði: "The FA is likely to let the matter drop with Liverpool officials, who spoke to the midfielder after the game, adamant Gerrard's gesture was not offensive or intended for the referee."

Einmitt. "Not offencive or intendesteven-gerrard-001.jpgd for the referee" (þýðist: "Ekki móðgandi eða beint til dómara leiksins") Hverjum þá? Var þessu ætlað stuðningsmönnum? Sjónvarpsáhorfendum? Bíddu, er það ekki einmitt það sem Rooney er kærður fyrir?

 

Þú ert að grínast.

 

 coletwo2103_468x437.jpg

 

Ahsley Cole tæklaði eitt sinn Alan Hutton upp að öxlum og hefði átt að fá beint rautt fyrir brotið. Það þurfti náttúrulega ekki að biðja Terry tvisvar um að mótmæla dómnum, en það sem var ótrúlegast var sú staðreynd að Cole neitaði að mæta Mike Riley dómara til að fá spjaldið og tiltal. þess í stað labbaði hann burt og sýndi honum bakið, eða öllu heldur nafnið á baki sínu ef hann þyrfti endilega að færa sig til bókar.  

 

 FA sá ekki ástæðu til að aðhafast hér frekar.

 

En Rooney sem í hita leiksins öskrar "what? Fucking what?" í myndavél SKY sem búið er að planta í andlitið á honum, án þess að orðunum sé beint til neins sérstaks aðila, skal fá 2 leiki í bann.

Eru menn hræddir við Manchester United?


mbl.is Áfrýjun vegna Rooneys?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fókusaðu á Tottenham, ekki Wayne Rooney

Kallinn hefði átt að hafa meiri áhyggjur af frammistöðu Tottenham undanfarna daga en streitu einkennum breskra húsmæðra vegna F-orðsins hans Rooney.

Pick your battles old man.


mbl.is Redknapp: Allt fór úrskeiðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannur leiðtogi - eftir höfðinu dansar limurinn

John Terry.

Gaurinn sem lét sér ekki duga að þrykkja skeglur framhjá konu og börnum, heldur setti hann í konu vinar síns. Gull af manni sem má ekki vamm sitt vita.

Ekki nóg með að mamma hans sé stelsjúk og pabbi gamli selji eiturlyf á skemmtistöðum, þá þarf strákurinn sem rann í eigin brundi í Moskvu og rétti United bikarinn, að drýgja tekjurnar með því að selja aðgang að æfingasvæði Chelsea í eigin vasa.

Snillingur.

Svo á hann bróðir. Hann er líka að gera gott mót eins og restin af fjölskyldunni. Hann sjáðu til þurfti líka að skella kærustu vinar síns. Það endaði með því að vinurinn svipti sig lífi þar sem hann komst ekki yfir fréttirnar.

Snillingur.

Það er kannski óheppilegt að það atvikist einmitt þannig að Rio Ferdinand sé helsti keppinautur hans um fyrirliðabandið. Gerir þennan pistil kannski of bitran. En trúið mér: mér þætti fátt betra en að Rio yfirgæfi þennan sorglega hóp sem enska landsliðið er, og einbeitti sér að Manchester United. Rio er ekki ungur lengur.

Það að Capello skuli velja þetta úrhrak sem er holdgervingur breskrar lágmenningar, er í senn niðurlægjandi og klaufalegt.

 


mbl.is Terry: Ekki allir hrifnir af mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðjuþóf

 Jæja. Þá er tveimur af þremur massívum útilekjum lokið með tapi. Af einhverri guðslukku þá höldum við þó enn toppsætinu. Það er reyndar ekki okkar snilli að þakka heldur skort á snilld hinna. Leikur Manchester United á útivelli hið minnsta, er skelfilegur.  Ákveðnar stöður í liðinu er vel mannaðar. Varnarlína United þegar hún keyrir á öllum fjórum sílendrum með þeim Rafael, Vidic, Rio og Evra er ein sú besta í heimi. Í framlínunni minna þeir Berbatov og Rooney okkur reglulega á hvernig verðmiði þeirra er fundinn út, þótt óstöðugleiki þeirra gæti verið áhyggjuefni. Kaupin á Hernandez voru hrein snilld og minnir hann mann á norskann strák sem var kallaður Ole Gunnar. Nani sem stundum spilar frammi í uppstillingu 4-3-3 hefur verið lykilmaður fyrir okkur í vetur með 9 mörk, 13 stoðsendingar og 110 skot í 25 leikjum.  Það er miðjan sem er álíka spennandi og að horfa á málningu þorna. C&FFyrir skemmstu skrifuðu þeir Carrick og Fletcher undir nýjan samning til fjögurra ára. Margir United menn eru tvístígandi um hvernig beri að taka þessum fréttum. Þótt það sé óumdeilt að þessir leikmenn hafi spilað sinn þátt í árangri United síðastliðin 4-5 ár, þá er ráðgátan mun frekar hvaða áhrif þetta hefur á framtíðarstefnu Ferguson á uppstillingu miðju. Hvorki Fletcher né Carrick hafa þessa extra töfra sem setur þá á stall þeirra bestu. Í mínum huga þá toppaði Fletcher í fyrra. Hann átti frábært tímabil en aðdragandi þess var langur og erfiður. Héldu margir að Fletcher væri launsonur Ferguson þar sem trú hans á leikmanninum miðað við frammistöðu og getu, var með ólíkindum. Carrick byrjað vel með klúbbnum en hefur nú neyðst til að spila stöðu sem hentar honum illa. Carrick er svo kallaður „passing playmaker“. Hans þáttur er að eiga úrslita sendinguna þegar hann er kominn fram yfir miðju með traustann „holding midfielder“ fyrir aftan sig. Carrick er ekki tæklandi miðjumaður líkt og Hargreaves sem virðist aldrei ætla að ná sér upp úr þessum meiðslum. Fletcher og Carrick eru ekki sá dúett sem við þurfum.

 S&G

Hvað varðar hina kostina þá er ekki um auðugan garð að gresja. Scholes sem að mati margra snjöllustu lekmanna og þjálfara heims hefur verið heimsins besti miðjumaður í áratug,  virðist vera hættur. Hann hefur verið mjög flekkóttur allt tímabilið og var mikið meiddur í fyrra og árið á undan. Gibson er bara ekki nægjanlega góður. Hann hefur fengið mikinn tíma til að sanna sig og er ekki ungur í þeim skilningi, 24 ára gamall. Framþróun hans hefur ekki verið á þeim hraða (líkt og Fletcher) að hægt sé að ímynda sér að þessi leikmaður verði neitt annað en meðalgóður miðjumaður. Anderson eftir að hafa komið úr meiðslum hefur litið hvað best út þetta tímabilið af þeim kostum sem við höfum. Hann skortir þó títtræddan stöðugleika og maður veit aldrei með þessa brassa, hvort þeir séu að koma eða fara.      gibsonFerguson hefur prófað að stilla upp nokkrum blöndum af miðjumönnum í vetur. Til að orða það pennt þá hafa fáar gengið upp, nema þá þegar Anderson og Carrick voru saman í 4-4-2. Þá höfum við haft trausta vængmenn í Park, Valencia og Nani, en meiðslasaga þeirra er fjötur. Hinn eilífi Ryan Giggs er röngu meginn við 30 ára aldurinn og nálgast nú fertugt. Lengra mun líða á milli stórleikja hans en við þolum.

 

Lykilatriðið hér er að miðjuna skortir leiðtoga. Keane hafði þetta, Cantona hafði þetta. Hargreaves hefur þetta, en lappirnar á honum eru ónýttar. Okkur vantar skapandi miðjumann sem getur stjórnað og gefið skipanir innan vallar semA&H utan. Okkur vantar þessa „die hard“ Garry Nevile týpu sem kyssir merkið tekur á sig ábyrgðina þegar illa gengur. Þegar þessi maður er fundinn getur Scholes náð sér í þjálfararéttindin og hætt, Anderson pressað sér framar og sleppt af sér beyslinu, Carrick dreift spili fyrir framan miðju, og Gibson farið til Bolton.  

mbl.is Ferguson: Höfum enga afsökun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chelsea er lítill klúbbur með lítið hjarta

Það var ákvörðun Chelsea að fresta leiknum. Ekki dómara eða yfirvalda, heldur Chelsea. Þeir höfðu samband við yfirvöld af fyrra bragði til að viðra þá skoðun sína að fresta ætti leiknum.

Það er mat manna að Chelsea hafi ekki lagt í leikinn. Svo kom snjórinn eins og guðsgjöf og frábært tækifæri til að fresta einum stærsta leik tímabilsins.

Lítum á nokkra þætti er rökstyðja að Chelsea þorðu ekki að mæta mínum mönnum í gær:

article-1339878-0C86F128000005DC-403_634x426

1. Leikurinn var blásinn af á laugardegi en átti ekki að eiga sér stað fyrr en seint á sunnudegi. Leikur Arsenal var ekki blásinn af fyrr en einhverjum klukkustundum fyrir ásettan tíma, en þar var allt á kafi í snjó. Margt getur breyst á einum og hálfum degi til hins betra. Ákvörðunin þarf ekki að liggja fyrir fyrr en að morgni leikdags.

 

 

2. Allar lestar frá Manchester til London voru á áætlun. Ekki bara á laugardaginn heldur í gær líka.

 article-1339878-0C87C214000005DC-739_306x231

3. Og hvar var svo snjórinn? Myndir af vellinum og í kringum Stamford Bridge sína kjöraðstæður og fátt sem rökstyður að blása leikinn af með svo löngum fyrirvara.  Hvers vegna geta verslanir og veitingastaðir verið opnir án þess að út sé gefin einhver viðvörun frá hinu opinbera varðandi ferðaöryggi, en ekki fótboltaleikir?ChelseaMap3     

     

 

 

 

article-1339878-0C8708E0000005DC-37_634x4224. Miðað við skelfilegt form Chelsea er ekki nema von að þeir leggja ekki í United: Lampard er ekki kominn í form. Drogba fékk malaríu og hefur ekki verið samur síðan þá.  Þeir ráku Ray Wilkens og leikur og skipulag hrundi. Malouda og Essien eru ekki sömu leikmenn og í fyrra. Terry hefur verið meiddur og er varnarlínan með Ivanovic og Alex ekki sannfærandi. Bosingwa hefur ekkert verið með og Anelka er týndur. Frank Arnesen framkvæmdastjóri knattspyrnumála hjá klúbbnum hefur sagt upp.

 

 

Chelsea eru hvorki líkamlega né andlega tilbúnir í leik sem getur ráðið úrslitum mótsins. Þá er að vanda gripið til aðgerða sem eru undir belti og ekki í anda íþróttarinnar.

Same old Chelsea, always cheating.


mbl.is Stórleiknum frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mancunian: Heppnir að tapa ekki stærra

Wenger er frábær stjóri. Hann er samt svolítið eins og misskilinn listamaður á undan sinni samtíð. Hann hefur frábært nef fyrir "value in market" þegar kemur að leikmannakaupum og hann hefur passað vel uppá buddu eigenda Arsenal.

En hann er vondur tapari.

Í gegnum árin þegar Arsenal var að vinna bikara þá bara skildi hann ekki hvers vegna dæmt var á Arsenal og ekki á hina. Jafnvel þótt hann hefði beinlínis labbað inná kleppspítala og náð sér í leikmenn eins og Viera, Keown, Parlour, Ashley Cole og að ekki sé minnst á Lauren sem betur hefði verið geymdur í búri. En þessi formúla virkaði. Í dag er ekki einn leikmaður í Arsenal með hár á pungnum. Ekki einn. Og þeir sem kannski fá hár, raka þau af sér jafn óðum.

þetta lið hefur ekkert "know how" í að vinna bikara.

Sigur minna manna í gær hefði átt að vera stærri. Fyrir utan lélegt víti Rooney sem var aldrei að fara á markið voru hellings tækifæri. Nani hefði getað skorað eða sett upp mörk í þessum leik, en kaus að brenna frekar af eða missa boltann. Fyrir utan eitt gott færi Arsenal þá voru þeir samir við sig, dansandi fyrir utan teyginn án þess að hafa hugmynd um hvernig boltanum yrði best komið í markið. Vörnin hjá United var þétt og einbeitt og varla slegin feilnóta allan leikinn.

Staðan í töflunni er góð þrátt fyrir að við höfum verið lélegir þetta tímabil. Staðan í töflunni verður enn betri þegar við náum formi okkar sem vanalega gerist í desember.

Titillinn er okkar að taka.

 


mbl.is Wenger: Óheppnir að tapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem þú ekki kaupir

City geta keypt leikmenn eins og saltpillur. Þeir geta líka byggt sér nýjan leikvang sem tekur 100.000 manns leikandi.

En það sem þeir kaupa sér ekki er árangur.

Hluti af því að ná árangri er að eiga réttu leikmennina og vissulega skiptir þá öllu að geta keypt þá sem þú vilt. En þá er bara hálf sagan sögð. Ég hef áður bloggað um "Real Madrid heilkennið" en það er sjúkdómur sem leggst á leikmenn þegar þeir hafa fengið afrit af samningi sínum við klúbbinn. Einkennin lýsa sér þannig að menn eru ca. 30% slakari knattspyrnumenn en þeir voru áður en þeir skrifuðu undir. Skýringin er margþætt og meðal annars sú að ef þú setur marga hágæða fótboltamenn í sama liðið er hætt við því að þú fáir lið margra góðra leikmanna í staðin. Staðreyndin er sú að það er bara pláss fyrir einn kóng í einu. Hinir verða því að sætta sig við minna hlutverk sem er staða sem þeir eiga oft erfitt með að venjast. Oftar en ekki biðja slíkir leikmenn um þeir séu settir á sölulista árið eftir.

City er nákvæmlega í þessari stöðu núna en eru langt um vanþróaðri klúbbur en td. Real. Mancini virðist ekki eyða miklum tíma í að skoða bakgrunnsbreytur þeirra leikmanna sem hann kaupir heldur bara tímaritið "Footballers Top 100". City skortir nefnilega mikilvægt hráefni til að mynda árangur sem er metnaður. Þeir eru fljótfærnir og klaufalegir, hvatvísir og eins og breskur bótaþegi sem skyndilega vinnur 100 milljón punda lottóvinninginn. Minnimáttarkennd er líka hættulegur drifkraftur til árangurs og líklegri til að refsa þér en hitt (spyrjið bara Poolarana).

City bara hafa þetta ekki.

Að það sé "mikilvægast að tapa ekki" á heimavelli með nýtt lið sem kostar yfir 200 milljónir punda fyrir liði sem á að vera í hnignun og án lykilmanna, er ekki hugarfar sigurvegara.


mbl.is Mancini: Mikilvægast að tapa ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Simple mind

Rooney er hvatvís drengur.

Ég er persónulega sem mikill aðdáandi Rooney gríðarlega sáttur við þessa ákvörðun hans. En mörgum spurningum er enn ósvarað. Hvað kostar þetta klúbbinn? Hvað kostar þetta Rooney?

Ef Rooney ætlar að spila með sama metnaðarleysi og hann hefur gert fyrir klúbb og þjóð undanfarna mánuði, þá vona ég að klúbburinn hafi lækkað laun hans. Það verður þó að teljast afar ólíklegt. Rooney gerði sér engan greiða með þessu skrítna útspili og ljóst að ef hann ætlar sér að vinna til baka stuðningsmenn þá þarf hann að spila á sama stalli og hann gerði í fyrra. Hann er langt frá því formi og aldrei að vita nema að hann nái því ekki aftur.

En hann virðist taka klúbb yfir sig sjálfan. Það er til marks um hollustu.

Rooney fær séns hjá mér, en hann hefði betur skrifað undir strax. Ég skal lofa ykkur því að hann þvingaði ekki betri samning í gegn með þessu fári.


mbl.is Rooney með fimm ára samning við Man.Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðsjúklingur

Þetta dýr á bara að vera í búrinu sínu.

Þessi aumingi hefur slasað of marga lekmenn til að eiga rétt á að spila knattspyrnu. Vonandi verður hann sakfelldur fyrir líkmasáras og hent úr boltanum.

Þetta er sannur City-ræfill.


mbl.is Marseille íhugar að lögsækja Nigel de Jong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 stig í 3 útileikjum og með markatöluna 7-7. Óásætanlegt.

Ef gamli er ekki að sjá vandann þá er hann orðinn elliær. Varnarleikur United er skelfilegur með Vidic í farabroddi. Hvernig getur hann verið sem fyrirliði sáttur við þessa stöðu? Hann er búinn að stýra brúnni berandi ábyrgð á 9 mörkum í eigin neti það sem af er tímabili.

Það er ekki nóg að benda á arfalsaka Evans og O'shea, þetta gerist á hans vakt.

Fletcher toppaði 2008 til 2009. Enginn sá það, hann er nú ekki betri en það. Þetta er miðlungs leikmaður sem gæti átt frábæran ferli með Birmingham eða Blackburn. En eitthvert akkeri með Manchester United er óskhyggja hið besta, þó líklega þráhyggja þess gamla.

Nani var eini alvöru leikmaðurinn í þessum leik. Rooney er enn og aftur fyrir hinum, enda skipt útaf réttilega á 60. min. Hvort það var ökklinn eða léleg frammistaða, skiptir engu, hann gat ekkert. Hann þarf að fara að taka hausinn úr klósettinu og spila fótbolta með þeirri pressu sem honum fylgir. Í dag var Berbatov enn með hugann við Liverpool-leikinn og þá þurfti Rooney að vera tengdur. Hvorugur var það.

Þegar Chelsea tapar og Arsenal, þá vinnur þú. Þú vinnur alltaf Bolton. Nú eru 3 stig í Chelsea sem hefðu átt að vera 1.

O'shea, Fletcher og Rooney á bekkinn. Evans burt. Taktu svo upp veskið og KAUPTU menn sem eitthvað geta!

  

 


mbl.is Owen tryggði United jafntefli gegn Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband