Það sem þú ekki kaupir

City geta keypt leikmenn eins og saltpillur. Þeir geta líka byggt sér nýjan leikvang sem tekur 100.000 manns leikandi.

En það sem þeir kaupa sér ekki er árangur.

Hluti af því að ná árangri er að eiga réttu leikmennina og vissulega skiptir þá öllu að geta keypt þá sem þú vilt. En þá er bara hálf sagan sögð. Ég hef áður bloggað um "Real Madrid heilkennið" en það er sjúkdómur sem leggst á leikmenn þegar þeir hafa fengið afrit af samningi sínum við klúbbinn. Einkennin lýsa sér þannig að menn eru ca. 30% slakari knattspyrnumenn en þeir voru áður en þeir skrifuðu undir. Skýringin er margþætt og meðal annars sú að ef þú setur marga hágæða fótboltamenn í sama liðið er hætt við því að þú fáir lið margra góðra leikmanna í staðin. Staðreyndin er sú að það er bara pláss fyrir einn kóng í einu. Hinir verða því að sætta sig við minna hlutverk sem er staða sem þeir eiga oft erfitt með að venjast. Oftar en ekki biðja slíkir leikmenn um þeir séu settir á sölulista árið eftir.

City er nákvæmlega í þessari stöðu núna en eru langt um vanþróaðri klúbbur en td. Real. Mancini virðist ekki eyða miklum tíma í að skoða bakgrunnsbreytur þeirra leikmanna sem hann kaupir heldur bara tímaritið "Footballers Top 100". City skortir nefnilega mikilvægt hráefni til að mynda árangur sem er metnaður. Þeir eru fljótfærnir og klaufalegir, hvatvísir og eins og breskur bótaþegi sem skyndilega vinnur 100 milljón punda lottóvinninginn. Minnimáttarkennd er líka hættulegur drifkraftur til árangurs og líklegri til að refsa þér en hitt (spyrjið bara Poolarana).

City bara hafa þetta ekki.

Að það sé "mikilvægast að tapa ekki" á heimavelli með nýtt lið sem kostar yfir 200 milljónir punda fyrir liði sem á að vera í hnignun og án lykilmanna, er ekki hugarfar sigurvegara.


mbl.is Mancini: Mikilvægast að tapa ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband