Færsluflokkur: Enski boltinn

Að kasta steinum úr glerhúsi

Ég á ekki orð.

Chelsea menn að kvarta undan dómgæslu. Máltækið "what comes around, goes around" ætti að rifja upp fyrir Villas-Boas. Og hvernig vill hann að Mike taki á atvikinu með Cole í sama leik? Þetta verður athylgisverð niðurstaða.

Þótt Villas-Boas hafi ekki átt þátt í lukkureið Chelsea síðastliðin ár, þarf hann að læra söguna áður en hann opnar öskju Pandoru. Chelsea hafa klárlega fengið góða meðferð dómara á móti United síðastliðin ár:

Nóvember 2009. Stamford Bridge:

United tapar 1-0.

Undir fáránlegum kringumstæðum flautar Martin Atkinson aukaspyrnu á Fletcher sem klárlega vann boltann á undan Ashley Cole. Atkinson sem átti engan séns á að sjá atvikið nægjanlega vel flautar á United við það eitt að Cole stekkur uppí loft eins og taugaveiklaður köttur og lendir á hliðinni organdi. Uppúr þessari aukaspyrnu gerist annað.article-1226279-07234287000005DC-402_468x308

Boltinn berst inní teyg þar sem Wes Brown segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Drogba. Það sést augljóslega að Drogba heldur Brown í tilraun sinni að skalla boltann burt. Anelka á snertinguna sem ýtir boltanum yfir marklínuna.article-1226144-0723719E000005DC-693_468x307

Miðlar morgundagsins voru flestir á því að United hefðu verið rændir. United voru mun betri aðilinn í leiknum en nýttu ekki færin.

Svona atvik skipta því miklu.

 

 

Apríl 2010. Old Trafford:

United tapar 1-2.

Frammistaða dómara leiksins var svo léleg að dómarinn Mike Dean og aðstoðardómari voru látnir dæma leiki í neðri deildum eftir þenna leik. Rangstöðumark Drogba í þessum leik er eitt frægasta rangstöðumark sem leyft hefur verið á síðari árum. 

Drogba-Offside Á myndum sést að Drogba er svo langt fyrir innan að maður með nærsýni -6 sæi atvikið án gleraugna. Það er nákvæmlega ekkert sem byrgir sýn hans. Drogba skorar og setur stöðuna í 2-0 á 78. min. United skorar eitt mark en komast ekki nær.

Eitt versta tilvik rangstöðu hefur átt sér stað í leik sem réði úrslitum um hvar titillinn lenti þetta árið á milli liðanna sem kepptu um hann.  

 

 

 

Mars 2011. Stamford Bridge:

United tapar 2-1.Luiz-and-Rooney

David Luiz átti sinn happa dag. Hann skorar gott mark en hefði átt að fá sitt seinna gula spjald þegar hann tekur Rooney niður augnablikum fyrir umdeilda vítaspyrnu sem Chelsea fékk. Ekkert dæmt hjá kunnugum United bana: Martin Atkinson.

Í stöðunni 1-1. gerist það að Smalling nuddast við Yuri Zhirkov þegar 12 min eru eftir. Lampard skorar. Margir voru á því að Atkinson hafi með því að sleppa Luiz við seinna gula sett tóninn og því vítaspyrnudómurinn afar harður. 

Vidic fékk svo sitt seinna gula spjald á 90. min. til að kóróna fáránlegan dag. Vissulega var það brot mun skýrara en hin umdeilda vítaspyrna, en brot Luiz var það skýrasta þeirra allra.

 

 

Villas-Boas er að stimpla sig inn í ensku deildina á kolröngum forsendum.

 


mbl.is Villas-Boas kvartar yfir dómgæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ashley Cole er morðingi

United fær aldrei neitt frá FA. En ég held að menn séu ekkert að biðja um rautt eftir á, dómarinn skeit bara á sig í þessu atviki og það bara frá. Hernández kemur ekkert fyrr úr meiðslum. 

Það er ekki Ashley Cole að þakka að Hernández er ekki fótbrotinn. Það er ekki nóg með að þessi mannleysa geri tilraun til að brjóta hvert bein í fæti hans heldur skammast hann yfir því að fá spjald. Hann átti að fá spjald, en hann átti að fá rautt spjald. Dæmi hver fyrir sig.

Í raun á að dæma þennan aumingja fyrir líkamsárás. cole-vs-chicharito.jpg

Ashley Cole er afar skemmdur maður. Hann hefur áður verið miðpunktur ljótra tæklinga sem og hann virðist aldrei sjá eftir neinu. Sama þótt eftir á sjáist hversu augljóst og ljótt brotið var. Kevin Davies hið minnst baðst afsökunar þótt það hrökkvi skammt.

Hann er þess heldur slakur bakvörður og mér er enn í fersku minni þegar Ronaldo bjó til sköp á hann þegar hann var leikmaður Arsenal.

Það þarf að útrýma þessu úr boltanum strax. Að slakir leikmenn skuli komast upp með að brjóta á þeim betri til að jafna leikinn á ekki að líðast.

Jafn flottur og mér fannst Andre Villas Boas vera, er ég afar vonsvikinn með mat hans á brotinu. Hann gerir aumkunarverða tilraun til að verja Cole með þeim rökum "að leikmaðurinn kunni að hafa verið pirraður yfir mistökum aðstoðardómarans varðandi rangstöðumat". Fyrir utan hvað svona réttlæting er hrópandi röng, þá bað ekki einn leikmaður Chelsea um rangstöðu í marki Smalling eða Nani. Smalling var á jaðrinum og naut vafans eins og aðstoðardómurum er uppálagt að gera, sem og að Nani kom úr djúpinu til að sækja fyrirgjöfina sem leiddi til marksins.

Að stuðningsmenn Chelsea syngi "let him die" þegar var verið að gera að Hernández kemur ekki á óvart miðað við gæði stuðningsmanna Chelsea, en að nýr þjálfari ætli að stimpla sig svona inn í anda Mourinho, er afar slæmt veganesti fyrir hann.    

 Chlesea er skíta-klúbbur sem er sannkallaður griðastaður fyrir mann eins og Ashley Cole.


mbl.is Cole ekki refsað frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ashley Cole er morðingi

Það er ekki Ashley Cole að þakka að Hernández er ekki fótbrotinn. Það er ekki nóg með að þessi mannleysa geri tilraun til að brjóta hvert bein í fæti hans heldur skammast hann yfir því að fá spjald. Hann átti að fá spjald, en hann átti að fá rautt spjald. Dæmi hver fyrir sig.

Í raun á að dæma þennan aumingja fyrir líkamasáras. cole-vs-chicharito.jpg

Ashley Cole er afar skemmdur maður. Hann hefur áður verið miðpunktur ljótra tæklinga sem og hann virðist aldrei sjá eftir neinu. Sama þótt eftir á sjáist hversu augljóst og ljótt brotið var. Kevin Davies hið minnst baðst afsökunar þótt það hrökkvi skammt.

Það þarf að útrýma þessu úr boltanum strax. Að slakir leikmenn skuli komast upp með að brjóta á þeim betri til að jafna leikinn á ekki að lýðast.

Ashley Cole er drullusokkur í slöppum klúbbi.

 

 

 

 


mbl.is Hernández frá í næstu leikjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kevin Davies er morðingi

Einn af þessum hæfileikalausu mönnum sem komust langt á því að æfa vel og mæta með aðeins meira en fótbolta í leik. Við kennum börnum okkar að ef þú ætlar að ná langt þarftu að leggja á þig þessa extra mílu sem hinir nenna ekki að fara. Þá kemur þetta.

En extra mílans hans Davies er eitt auka spark hér og auka spark þar. Þessi maður kemst bara ekki í gegnum leik án þess að meiða einhvern eða ná sér í spjald. Hann er samt framherji. 

Tæklingin á Cleverly var ekki sú versta sem þú sérð. En það er ekkert málið. Hún var illa tímasett og hafði aldrei þann tilgang að ná bolta. Hún hafði þann tilgang að stoppa strax spilið á miðju United. Senda skilaboð. Ekki í mínum húsum. Og viti menn: það tókst. Davies setti Cleverly á sjúkralistann í 4 vikur. Það var klárlega illur ásetningur í þessari tæklingu. Ekki nóg með það, heldur slapp hann við spjald. Sem engin skilur nema mögulega fyrir þær sakir að gamall United bani dæmdi þenna leik, en ég nenni ekki í slíkar pælingar nú. Til að bíta höfuðið af skömminni þá náði hann sér í spjald við tæklingu á Evra, svona eins og markmiðinu væri náð."Ég ætla að fá eitt gult, takk".

Nú hefur spússa Davies tweetað um málið og ver bóndann sinn með kjafti og klóm. Hver myndi ekki gera það? Meðvirkni fjölskyldu er ekkert endilega bundin við alkóhólisma. Davies er bara það sem hann er, kona hans hlýtur að átta sig á því. 

Ég held að iPhone síminn hans Davies innihaldi í besta falli 8 símanúmer. Það þolir enginn þennan mann. Eitt númerið er Joey Barton klárlega, og hitt örugglega hjá Emanuel Pogatetz. Svo er þetta bara mamma, systa og kannski Guðni Bergs af því hann er einhvern veginn vinur allra.

Sá dagur er hann hættir í fótbolta og opnar dyravarðaskólann sinn, kemur bara of hægt.

 


mbl.is Cleverley: Finnst eins og ég sé fótbrotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og svona er Man Citeh

Sir Alex Ferguson hefur þjálfað United í 24 ár. Hann er United og United er hann. Hvað ætli Mankini verði lengi að fá sama traust og hann? Ef eitthvað er hægt að lesa úr neðangreindum myndum þá er ljóst að hann verður ekki lengi við stjórnvöllinn:

 

rekinn.jpg

 

 

 

 

Mankini fær góðar viðtökur frá stjórnarformanninum Khaldoon Al Mubarak eftir tapið.

 

 

 

 

 

 

 

 

rekinnii.jpg

 

 

 

Mankini lesinn pistilinn um hvernig skuli vinna leiki. Hinn undur fagri og vel þokkaði Gary Cook (til hægri) sem er framkvæmdastjóri Citeh, horfir íbyginn á Mankini á meðan Khaldoon fer yfir fræðinn. Það er ljóst að mikil ást og hamingja ríkir á milli manna. Fínt að draga deilur sínar á torg. Fagmenn.

 

 

 

 

Citeh eru eitt sorglegasta fótboltafyrirbrygði sem sést hefur lengi. Classless cunts.


mbl.is Nani: Svona er Man. United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannvitsbrekka

Mascherano er potturinn og pannan í leikkerfi Barcelona. Hann er upphafið og endirinn. Hann er sannur töframaður með hausinn rétt skrúfaðan. 

Hann yfirgaf Liverpool fyrir stærri klúbb. Það skilja allir. En hann er álíka mikilvægur í uppbyggingu Barcelona og hornfáni.

Það var ekki honum að þakka að United setti ekki mark á Barcelona á fyrsti 10 min leiksins. Hann á ekkert frekar heima í vörn en á miðju.

Alex Ferguson var spurður á blaðamannafundi spurningar sem hann sagði sjálfur að væri líklega heimskulegasta spurning sem hann hefði fengið. Blaðamaður spurði gamla að ef hann mætti velja einn og aðeins einn, leikmann úr Barcelona, hver það yrði.

Gamli horfði á blaðamanninn glottandi og sagði: "þetta er heimskulegasta spurning sem ég hef fengið á lífsleiðinni!" Hláturskviða fór um salinn og eftir smá hlé sagði sá gamli kankvís: "Mascherano."

Salurinn rifnaði úr hlátri.

Atvikið má sjá hér.

Allir sem eitthvað vita, og hér gildir einu hvort menn horfi á fótbolta eða ekki, að Messi er holdgerður guð fótboltaguðanna. Þú borgar 200.000.000. punda fyrir þenna mann.

Svar SAF er því einn mesti tíkar-kinnhestur með flötu handarbaki, sem hefur verið veittur á blaðamannafundi. Háðsglósan er alger og Mascherano ólíklegur valkostur þjálfara í leikmannaleit fyrir næsta tímabil.

"Mascherano".    


mbl.is Mascherano: Sigurinn líka fyrir Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strákarnir í XS einfaldlega XXL fyrir okkur

Það gerist kannski einu sinni á 20 ára fresti að maður sér leik með Manchester United þar sem enginn séns er að við vinnum leikinn. Menn geta velt þessu endalaust fyrir sér en það breytir engu; Barcelona eru frá annarri plánetu.

Í þessum leik kom bara vel í ljós að okkur vantar gæði í margar stöður. Barcelona hafa gæði í mörgum stöðum. Fyrir utan framlag Rooney í markinu gerði enginn leikmaður United nægilega mikið til að fá neitt úr leiknum. Giggs var sá eini sem öðru hvoru sýndi í hvaða klassa hann hann hefur verið í 20 ár. Málið er bara að hann er 37 ára.

Barcelona komu úr öllum áttum í kvöld. Þeir voru 22 á vellinum. Við vorum 6. Hernaðaráætlun SAF gekk ekki upp.

Þessi leikur er áminning fyrir okkur um að við erum enn langt frá því besta sem er hægt að gera í fótbolta. Til að jafna Barcelona þarf að breyta miklu.

Það er kannski lærdómurinn sem menn fara með í sumarfrí. Okkur vantar enn gæði í margar stöður. Það væri fínt að byrja á miðjunni.

Hvað um það. Tap er alltaf sárt, en hvernig er hægt að gráta tap sem þetta? Betra liðið vann.

Frábært tímabil þó að baki. 19 titlar.

Geri aðrir betur.

Mancunian óskar öllum knattspyrnumönnum góðs sumars.


mbl.is Ferdinand: Betra liðið vann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistarar!

 Liverpool. Chelsea. Arsenal. Lifið og lærið. 
 
 
 
 
 

mbl.is Manchester United Englandsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra liðið vann í dag

Það skiptir engu þótt City tapi úrslitaleiknum. Þetta var þeirra úrslitaleikur. Hef ekki hugmynd um hvað fór í gegnum huga Scholes. Hann var slakur í leiknum og kórónaði sitt framlag með rauðu spjaldi. Carrick slappur. Berbatov slappur. Allir slappir. Það ætlaði enginn að vinna þennan leik.

Við þurfum hið minnsta ekki að svara lengur þessum glórulausu væntingum um þrennu.

Fuck it.City vildi þetta meira.


mbl.is Hart: Erum allir í skýjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

What comes around goes around

Svona er það nú Carlo. Þú getur ekki ætlast til þess að allt  falli með þér.

 

Fyrir það fyrsta þá á brotið sér stað fyrir utan teyg, ekki innan eins og fávís greinarhöfundur mbl.is skrifar hér.

evra-vs-ramires1.jpg

 

Vissulega er heimilt að færa brot á punktinn þegar það á við, en það er stór ákvörðun. Dómarinn var ekki einu sinni í vafa um að Evra og Ramires hefðu aðeins lent saman og lét leikinn halda áfram. Það var klárlega hægt að dæma aukaspyrnu og senda þar með Evra í sturtu, en víti var þetta ekki. Til þess að það megi verða þá þarf brotið að eiga sér stað inní teyg. Fótbolti 101.

Það voru margir reiðir yfir dómgæslunni á Brúnni í leik þessara liða í deildinni hér um daginn, þegar Atkinson sá ekki ástæðu til að refsa Luiz fyrir ítrekuð brot. Atkinson sá frekar ástæðu til að dæma víti á Smalling fyrir litlar saTorres-vs-Rio1kir og senda Vidic í sturtu fyrir 50/50 brot.

Ég lét mér nægja að draga fram vanhæfni okkar manna í að klára þann leik þegar við gátum því slakir dómar hafa tilhneigingu til að jafnast út. What comes around goes around.

Hvað varðar strípustrákinn með sköpin, þá átti hann að vera farinn í bað fyrir tvær dýfur sem aðeins í öðru tilfelli kallaði fram gult spjald. Það er með ólíkindum að maðurinn skuli í tvígang reyna að fiska víti en fyrir áhugasama má sjá bæði atvikin hér. Þessi drengur er stórlega ofmetinn og ekki snefill af manndóm í honum. Hann passar fínt í hóp leigu-drengjanna.

Fínn leikur hjá mínum mönnum en menn skulu gæta sín. Þótt útivallarmark í Meistaradeildinni sé mikilvægt þá eru rimmur enskra liða í þessari keppni meira eins og deildarleikir. Hér geta allir unnið alla heima og heiman. 

United er þó með þetta í sínum höndum. 

 

_52041840_ancelotti_466x260getty.jpg

 


mbl.is Ancelotti: Þetta var púra víti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband