Viðbjóður

Þetta verður aldrei fyrirgefið.

Þessi hauslausi her meðalskussa mun aldrei vinna neitt. það er búið að segja Ferguson margoft að hópurinn er ekki nægilega góður. Hingað til hefur hann getað borið fyrir sig að þetta sé sami hópur og frá því í fyrra sem næstum því vann allt.

Næstum því.

Svona frammistaða sæmir ekki Manchester United. Þessi hópur er rusl sem hefur engan skilgreindan leiðtoga.

Þú tapar ekki stigum á 90 min. nema þú sért ekki meistaraefni. Vidic er skelfilegur leiðtogi á ekki bera bandið. Evra hefur verið svo drulluslakur að það er vandræðalegt. Evans á að drulla sér burt og Vidic skal skila Rio bandinu aftur þar sem hann er ófær um að stjórna. 

Merkilegt að elstu og reyndustu leikmenn liðsins sem eru að spila vel, séu ekki hæfir til þess að bera bandið. Hverslags manndómsleysa er það annars?

Ég skammast mín fyrir að segjast vera United-maður í dag. Ég er margbúinn að segja það en þessi hópur er ekki nægjanlega sterkur. Ferguson þarf af taka hausinn úr rassgatinu á sér og hætta að kaupa einhverja ræfla sem verða kannski góðir 2014. Kauptu leikmenn sem þú veist að geta spilað fótbolta Í DAG!!!

Þetta verður aldrei fyrirgefið.

Fokkíng skömm


mbl.is Ferguson: Grátlegt að sjá hvernig við köstuðum þessu frá okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hauslausir viðvaningar

Þetta er einfallt: mínir menn fengu víti sem var grimmur dómur, klúðruðu því sem er ljóðrænt réttlæti, gátu svo ekki varið markið sitt í næstu sókn og misstu 2 stig. Allt á innan við 10 min. Gleymum því ekki að seinna mark okkar var sjálfsmark sem og að Vidic hefði vel getað fengið dæmda á sig vítaspyrnu áður, fyrir sniðglímu á lofti.

Ef United ætlar að sýna svona karakter og spilamennsku í ár, þá getum kysst þessa dollu bless. Ég nenni ekki að hlusta á frekari afsakanir um að "þetta séu nú bara 2 stig" og að "það séu aðeins búnir 2 leikir" eða "að þetta sé nú útileikur á erfiðum velli", því að Chelsea eru ekkert að spyrja að því.

Þótt Chelsea séu að vinna stórt lið sem kom upp í ár og fyrirfram ekki líklegt að hald sér uppi, ásamt því að vinna Wigan sem bara pottþétt fellur, þá skiptir það engu. Þeir eru bara að spila svo yfirvegaðan bolta þar sem allir leikmenn (meira að segja floppið John Obi Michael) eru að leggja í púkkið. Vörnin er þétt, miðjan er hreyfanleg þar sem menn eru að skora mörk, og Drogba og Anelka í formi lífs síns.

Það er mjög úr takt við Manchester United við upphaf tímabils þar sem tímabilið áður var tímabil mistaka, vonbrigða og án bikara, að mæta ekki með hausinn á öxlunum í leik. United á að vera nákvæmlega á sama stað og Chelsea með fullt hús stiga og yfirburða markatölu.

Svo er ekki.

Ég er sá síðasti sem ganrýni leikmannakaup Sir Alex. Ég treysti honum og ef hann segir að hópurinn sé nægjanlega sterkur þá er hann það. Ef hann segir að breiddin, reynslan og sigurviljinn sé til staðar, þá er það svo.

En það breytir því ekki að við vorum berskjaldaðir á köflum í gær. Fyrir utan Scholes þá voru lykilmenn ekki að skila sínu. Hvers vegna byrjaði Park inná? Park á BARA að byrja inná í stóru leikjunum. Hvað er að Valencia? Hann virkar þreyttur en tók þó ekki þátt í HM. Hvar er hausinn á Vidic? Gerðist sekur um mistök aftur og aftur. Evans. Sorrý gaur, en þú ert ekki Manchester United efni. Flecther sem fór hratt upp í fyrra í álitastiganum var lélegur í gær og getur fallið jafn hratt og hann fór upp. O'shea er frábær öskukarl og getur spilað allar stöður þegar á þarf að halda. En að stóla á hann sem hægri bakvörð sem þarf að koma upp með boltann og setja krossinn fyrir, afhjúpar vandræðagang með hægri bakvarðarstöðuna. 

Og inná skiptingarnar. Getur einhver upplýst mig hvenær síðast United skipti inná þannig að innáskiptingin hafði teljanleg áhrif á leikinn? Þegar Giggs og Owen komu inná hugsaði ég með mér, og hvað? Owen er algerlega týndur og snerti boltan einu sinni þegar hann átti að klára leikinn. Giggs sem er að mínu viti besti fótboltamaður síðari ára þarf að spila frá byrjun til að skila sínu. Hann er ekki super-sub, hann er bara super.

Leikmannamarkaðurinn er opinn í viku enn. Ég er ekki hress með þessi Bebe kaup sem ég bara skil ekki enn. Özil rann úr greipum okkar, vonandi fyrir sakir sem við ekki stýrðum. Kallinn þarf að kaupa einn sóknarþenkjandi miðjumann, og að mínu viti góðan hægri bakvörð ef hann ætlar ekki að nota Rafael.

Engar afsakanir: ef byggja á hópinn í ár á sama hópi og í fyrra og menn telja að það dugi, þá þurfa menn að sína betri fótbolta en í gær. 

 

         


mbl.is Ferguson: Gerðum kjánaleg mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hefur hann Mancunian hjarta?

Í fyrsta lagi þá þarf Ferguson ekki leyfi til að kaupa eitt eða neitt. Ef Ferguson yrði neitað um að kaupa það sem hann teldi að þurfi til að landa fleiri dollum, þá myndi hann fara frá klúbbnum með svo miklum hvell að Glazierarnir yrðu myrtir á götum Manchester.

Í öðru lagi þá þarf að skoða Özil í víðara samhengi.

Özil er sá leikmaður sem ég hef helst viljað fá og tel reyndar að þetta sé leikmaður sem gæti verið fullkominn fyrir okkur. Hann er sóknartengiliður sem þarf sára lítinn tíma og svæði til að athafna sig og getur skotið úr fáránlegum stöðum. Hann er ungur, efnilegur og ódýr.

En það er ekki nóg. Özil þarf að vilja koma til United og ekki eiga í ástarsambandi við aðra klúbba. Sögur eru á lofti um að hann vilji fara til Barcelona og "upplifa drauminn". Mér er algerlega fyrirmunað að skilja þessa draumsýn um að spila með Barcelona eða Real Madrid. Ég veit fyrir víst og tala staðreyndirnar sínu máli hvað það varðar, að þetta snýst ekki um að spila með heimsins besta liði þegar þessi tvö ágætu spænsku lið bera á góma. Það eru önnur lið sem eru í þeirri mixu líkt og United, Milan, Inter og Chelsea. Er þetta spurning um veðrið eða kellingarnar? Það hlýtur bara að vera það því að í Englandi eru bæði veður og kellingarnar viðbjóður.

Mér sýnist sem svo að Barcelona gæti nýtt Özil. Miðjan þeirra er að eldast þar sem leikmenn eins og Keita, Iniesta og Xavi eru allir um þrítugt. Þá klárlega vantar sóknarþenkjandi miðjumann, sérstaklega þegar Messi er nýttur á vængnum.

En framtíð Özil er betur varðveitt á Old Trafford. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að ef einhver kann að slípa ópússaðan demant þá er það Sir Alex. Ronaldo er nýjasta skýra dæmið um það. Hugur hans stemmdi alltaf á Real Madrid en hann gerði rétt með að byggja sig upp hjá United undir handleiðslu þeirra bestu. Özil getur unnið alla titla sem í boði eru hjá United. Hann getur líka átt farsælan feril í stærsta klúbb veraldar þar sem metnaðurinn er hvergi meiri. Barcelona hefur ekkert meira að bjóða, ekki einu sinni laun þar sem klúbburinn þarf að taka lán fyrir launagreiðslum til leikmanna. Ef hins vegar Özil er strokupési, sem girnist frekar sól og senoritur, þá getur hann bara farið til Barcelona. Við finnum alltaf annan.   


mbl.is Ferguson með leyfi til að kaupa Özil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

United í bænum = ka-ching!

Er það nema von.

Það er varla til sá maður sem ekki vill berja augum Rauðu djöflanna enda óumdeilt að þar fer frægasta og sigursælasta lið heims.

En leikur United í gær var ekki meira virði heldur en leikur KR-inga í sumar. Skiptir engu þótt um æfingaleik sé að ræða með ungum sokkum: United á alltaf að vinna. Það er bara krafan þar á bæ.

Kansas City meira að segja gerðu sigurmarkið manni færri og héldu það út án teljandi ógnunnar frá mínum mönnum nema kannski rétt síðustu 10 min.

En Kansas City vilja örugglega fá United í bæinn sem oftast þótt þeir vinni ekki alltaf. Það skilar þeim peningum í kassann sem aldrei fyrr.

Er það nema von. 


mbl.is Metaðsókn þegar Kansas lagði Man.Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvermóðskuháttur og greindarskortur

Sú staðreynd að það tekur sjónvarpsstöðvar 3 sek. að sjá hvort boltinn var inni eða ekki með 100% vissu, ætti að segja hinum strangheiðarlega Sepp Blatter forseta FIFA, að það ætti að vera léttur leikur fyrir sérfræðinga í hönnun myndavéla- og eftirlitskerfa, að hanna tækjabúnað sem gæti með algerri nákvæmni sagt til um sama hlutinn. Fleiri hundruð reglubreytingar á leiknum eru gerðar árlega sem ekkert vægi hafa, en þessu skal ekki haggað. 

Við skulum frekar halda í rómantíkina og óvissuna og láta bara kylfu ráða kasti í vafamálum sem geta verið spurning um hvort lið standi uppi með með pálmann í höndunum eða fari heim með sárt ennið.

Við skulum frekar gefa samsæriskenningum undir fótinn og hafa reglurnar óskýrar þar sem vald dómara að túlka vafamál með þreyttum augum og takmörkum hins mannlega, er umfram nútíma óskeikula tækni.

Fólk sem talar um að skemma ekki hinn fallega leik með framþróun er forpokað. Þetta er sjálfsagt fólk sem vildi ekki fá litasjónvarp til landsins þar sem svarthvítt gerði sitt gagn. Þetta er sjálfsagt fólk sem tekur ekki pensillín þar líkaminn sér bara um þetta. þetta er fólk sem er haldið fordómum gegn framþróun og gegnumsýrt af íhaldssemi.  

England tapaði leiknum 4-1. Liðið hefur verið andlaust, þreytt og ósamstíga allt mótið.

Lið eins og England getur hins vegar virkað eins og púðurtunna þar sem innanborðs eru víða heimsins bestu menn í sínum stöðum. 2-2. í hálfleik heitir að hafa yfirhöndina eftir að hafa verið 2-0 undir á móti einu besta liði keppninnar. Ég fullyrði að leikurinn hefði þróast Englandi í vil ef rétt hefði verið rétt.

Hvort England hefði unnið er önnur saga. 

 

 

   


mbl.is Löglegt mark Englands ekki viðurkennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mancunian er farinn í sumarfrí

Tapið á móti Bayern reyndist stærra en ég óttaðist. Tapið á móti Chelsea var ósanngjarnt en fótbolti er ekki sanngjarn. Sigurinn á móti Bayern dugði ekki til þótt ótrúlegt megi virðast.

Tímabilið hefur fallið í stafi á 2 vikum.

Vonarneystinn lifði enn fyrir þennan leik þar sem 3 stig var lágmarks krafa. Blackburn eru erfiðir heim að sækja en að vera 3. faldur meistari er engin sæluferð og á ekki að vera það. Blackburn á aldrei að vera fyrirstaða fyrir lið sem stefnir á fordæmalausa röð fjögurra meistaratitla í röð.

0-0.

Síðasta brekkan áður en ræðst hvaða liðslitir verða á Englandsmeistaratitlinum, er nú mínum mönnum orðin eins og veggur. Chelsea hefðu og sjálfsagt munu tapa stigum af þeim fimm sem þeir eiga eftir. helst eru það 2 leikir sem vert er að líta á. Tottenham berjast mikilli baráttu um 4. sætið við Man-city og munu þeir verða bæði Arsenal og Chelsea erfiður ljár í þúfu. Þeir eiga heimaleik á bæði lið, en það verður að taka með í reikninginn að Tottenham eiga bikarleik á móti Portsmouth í millitíðinni sem tekur alltaf sinn toll. Chelsea fara á White Hart Line næstkomandi laugardag sem verður erfiður leikur fyrir þá. Hinn leikurinn er útileikur á móti Liverpool sem verður 1. maí. Fyrir 2 vikum hefði ég sagt að Liverpool tæki þann leik, en röð lélegra úrslita fyrir dipperana gerir það að verkum að vel kann að vera að 1. maí verði 4. sætið gengið þeim úr greipum. Eins og sakir standa núna þá er Liverpool 6 stigum frá Man-city sem eru í 4. sæti og þeir bláklæddu eiga leik til góða.

Þetta voru leikirnir sem fyrirfram væri ekki hægt að bóka sigur á Chelsea. En þetta eru aldrei meira en 5 stig (tapa einum, gera eitt jafntefli), líklega 4 stig (gera jafntefli í báðum), sem bara dugar okkur ekki lengur. 

Fyrir utan að Man-city eru á miklu flugi nú og að tryggja sér 4. sætið, og við spilum á þeirra velli næstu helgi. Ef leikurinn í dag hefði skilað 3 stigum hefði city-leikurinn unnist. Ég er ekki svo viss nú.

Ég er ekki sammála því að Arsenal eigi einfalt prógram eftir. Þeir eiga eins og áður sagði Tottenham úti sem og Blackburn. þeir eiga einnig Man-city heima sem af sömu ástæðu og fyrir okkur verðum þeim ekki einfaldur. Arsenal munu ekki halda þetta út.

Chelsea munu hins vegar gera það.

Þeir vinna alla sína leiki sem eftir eru nema á móti Tottenham sem öllum að óvörum munu vinna þá. En þeir vinna Liverpool 1. maí sem verða ekki lengur með í baráttunni um 4. sætið á þeim tíma. Chelsea tapar ekki fleiri stigum á þeim punkti.

Vika djöfulsins hefur nú liðið og byrjar nú önnur með smá kryddi af illsku. það verður hægt að setja þennan árangur í samhengi við margt, en eitt stendur uppúr sem er bara mergur málsins: lykilmenn hjá United skiluðu ekki sínu þegar á reyndi. Það er af sem áður var.

Mancunian óskar fótboltamönnum gleðilegs sumars. Öllum.

          

Sir_Alex_Ferguson_625848


mbl.is United tapaði dýrmætum stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei líklegir

Chelsea er nú í lykilstöðu.

Ég sagði það alltaf að þetta yrðu úrslitaleikurinn um titilinn. Þótt vissulega margt bendi til að enn geti óvæntir hlutir átt sér stað, þá myndi ég glaður vilja skipta við Chelsea. Það sem meira er, þeir þurfa ekki að huga frekar að meistaradeildinni sem gefur þeim færi á að klára mótið af krafti.

Við þurfum hins vegar að rífa okkur upp og taka á móti Bayern í næstu viku.

Ég sá aldrei nein teikn á lofti um að við ætluðum að klára þennan leik. Chelsea voru beittari þótt tilburðir þeirra við mark okkar hafi ekki verið miklir. Stóra markið í leiknum var mark Cole. Það kom uppúr slæmum varnartilburðum Fletcher og Ferdinand sem áttu að loka á Malouda mun fyrr.

Mark Drogba var rangstöðumark ef verstu sort en vafi lék einnig á réttmæti marki Macheda. En dómar falla gegn okkur eins og með okkur. Þannig er það bara, og ég ætla ekki að skella á dómara leiksins hvernig fór.

Við virtumst bensín litlir í leiknum og hugmyndasnauðir.

Nú er bara að elta og vona að Chelsea tapi stigum á móti Spurs og Liverpool sem þeir eiga úti. Hitt er annað, við verðum líka að klára okkar leiki sem eru ekki síður erfiðir.

Við sjáum hvað setur.

   


mbl.is Chelsea aftur á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárt en sanngjarnt

Mark Rooney var eiginlega of gott til að vera satt. það kom líka á daginn. Þetta er samt stærra mark en menn kunna að halda.

Það gerist stundum hjá mínum mönnum, ekki oft, að maður sér strax á fyrstu min að leikur mun ekki endilega spilast eins og þú vilt. Of lengi héldu Bayern boltnaum. Of oft komust þeir í gegnum miðju minna manna til að stilla fyrir úrslita sendingunni.

Mínir menn voru ekki tilbúnir í þennan leik. Rooney var ólíkur sjálfum sér og líklega ekki heill heilsu. Evra sem er án vafa besti vinstri bakvörður heims, sótti nánast ekkert og það var ljóðrænt að sjá hann eiga alla sök á sigurmarki Bayern. Scholes, Carrick og Park réðu ekki við sitt hlutverk á miðjunni í dag.

Slæmur dagur á skrifstofunni, en útivallarmarkið var stórt. 

Kannski eru sár úrslit sú hvatnig sem menn þurfa fyrir stóra leiki.

Bayern sýndu mikinn karakter, áttu þetta skilið. Leikurinn á Old Trafford er þó eftir.  

  

 


mbl.is Olic tryggði Bayern sigur á síðustu sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spunafréttir blaðamanns

Hvar fékk blaðamaður þá flugu í höfuðið að Vidic hefði viljandi notað olnbogann á Elmander? Hvar er það í umræðunni?

Fréttin hér hefur ekkert með það að gera. Fréttin er hvort FA muni líta svo á málið að Atkinson dómari hafi séð atvikið og með því tekið afstöðu með því að dæma ekki. Svipað og með Gerrard, þar sáu dómarar atvikin og gerðu ekki neitt.

Vidic fór vissulega hart í Elmander, en ekkert harðar en gengur og gerist í skallaeinvígum af þessu tagi. Gleymum því ekki að Elmander er stór og sterkur leikmaður sem vill fá há bolta í teiginn. Leikstíll Bolton hefur alltaf verið svona.

Þjálfari Bolton Owen Coyle er nú grenjandi í fjölmiðlum um að Vidic hafi brotið "skelfilega" af sér. 

Lengi geta menn kastað steinum úr glerhúsi.

Leikmennirnir Gary Cahill, Kevin Davies og Sam Ricketts, gerðust allir sekir um brot í leiknum sem hefðu auðveldlega getað kallað á spjald. Hið fyrsta var sérlega gróft og illa tímasett. Ricketts tæklaði Evra þar sem Ricketts kom alltof seint í boltann, og í stað þess að hoppa uppúr tæklingunni þar sem ljóst var að hann var of seinn, þá fylgdi hann fast á eftir og meiddi sjálfan sig og Evra. Atkinson dómari gerði ekki neitt.

Seinn atvikið var einmitt samskonar atvik og með Vidic. Gary Cahill fór í skallaeinvígi við Berbatov sem endaði með því að Cahill náði Berbatov með olnboganum og Berbatov klárlega fann til eftir höggið. Atkinson dómari gerði ekki neitt.

Leikstíll Bolton er gerilsneiddur af allri fegurð og tækni. Í tíð Big Sam þá gengu kerfi þeirra út á föst leikatriði og háa bolta inní teig. Leikur liðsins var fastur, og Bolton liðið hefur lengst af verið afdrepi fyrir leikmenn sem þrífast illa annarsstaðar. Owen Coyle hefur engu breitt hvað þetta varðar.

Það er með ólíkindum að heyra manninn tala svona. Þjálfari sem gerir út á skallaeinvígi ætti að hafa bein í nefinu fyrir svona atvikum. það er engu líkar en að hann sé að reyna að fá Vidic í bann, af ástæðum sem mér eru ekki kunnar.

Hvað varðar afstöðu FA þá getur verið að mínir menn séu ekki í góðum málum. Ef Atkinson segist ekki hafa séð atvikið þá er nánast öruggt að FA dæmir í málinu.

United á ekkert inni hjá FA. Það eru önnur lið sem borga betur í þann sjóð. 

 

 

   


mbl.is Fer Vidic í fjögurra leikja bann?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkar "minni spámenn" þeir bestu í heimi

Munurinn á United og Liverpool er að leikmannakaup Benitez er rusl. þeirra minni spámenn eins og Lucas, Aquilani, Babel og Benayoun, eru svo margfalt slakari og óáreiðanlegir heldur en okkar Fletcher, Park, O'shea og Nani, að þegar fer að reyna á úthald og útsjónarsemi þá eru Liverpool bensínlausir.

Hverjum datt til hugar að Ferguson myndi selja frá sér besta leikmann heims til margra komandi ára, nema að hann ætti ás í erminni? Héldu menn í alvöru að kallinn hafi ekki úthugsað fórnarkostnað þess að missa Ronaldo? Ekki bara það að Ronaldo fór úr bókum United sem dýrasti leikmaður heims á 80 milljónir punda, heldur losaði hann um núverandi besta leikmann heims sem nú fær mun meira svæði en áður, Wayne Rooney (Já, Messi er líka mjög góður, en Messi er ekki jafn heilsteyptur leikmaður og Wazza).

Enskadeildin er maraþon þar sem þú getur bókað að lykilmenn munu detta út um tíma vegna meiðsla eða annars. Lykillinn að titlinum er því stöðugleiki og útsjónarsemi hvernig þú teflir út leikmönnum í þær keppnir sem máli skipta. Þetta er eitthvað sem Ferguson skilur svo vel og aðrir ekki.

Liverpool hafa enga afsökun fyrir slæmu gengi síðan Premiership var stofnuð. Allt tal um betra aðgengi United að fjármagni er byggt á vanþekkingu á efninu, og athyglisvert að nettó árangur Liverpool af kaupum og sölu leikmanna er slakari en United. Liverpool hafa eytt miklu fé án árangurs í leikmnannakaup.

 Málið er bara að Lucas-arnir þeirra og Babel-ar, verða aldrei eins og okkar Fletcher-arar og Park-arar.   

  

     


mbl.is Ferguson ánægður með Park og Fletcher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband