25.4.2009 | 21:25
Harry Potter
Harry Redknapp er stundum kallaður Harry Hoodini. Hann er snillingur í að taka við liðum sem þurfa extreme makeover og halda þeim uppi. Hann beitir sjónhverfingum og lætur slöpp lið líta vel út.
En Harry var ekki töframaður í dag. Hann minnti meira á töfrastrákinn úr Hogwarts á sínum fyrsta skóladegi. Hann trompaðist á hliðarlínunni um leið og dómarinn flautaði hið augljósa víti, og taldi sig hafa séð þetta allt saman um það bil 50 til 60 metrum frá atvikinu.
Það er alveg sama frá hvaða myndavél á Old Trafford þetta er skoðað, og eru þær margar til þar, allar sína þær það sama: Gomez fellir Carrick. Í raun var hægt að reka Gomez útaf.
Menn verða sér alltaf til minnkunar með svona ummælum. Harry á að vita betur, lið hans átti ekki séns í dag. Það hefðu engu skipt þótt þetta víti hefði verið tekið af mínum mönnum, United ætluðu sér að vinnan þennan leik.
Harry: leikurinn vannst ekki á einu marki, heldur þremur.
![]() |
Ferguson: Tévez kveikti í liðinu - Redknapp óhress með dómarann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar