8.4.2009 | 18:00
Nú get ég ekki lengur orða bundist
Ég ákvað að segja skilið við þetta blessaða blogg, þar sem þetta er tímaþjófur og í raun vettvangur fyrir almennt tuð og leiðindi.
En ég verð að tjá mig um ummæli feita barþjónsins sem þjálfar nú dipperana.
Hann er fallinn í nákvæmlega sama pitt og Avram Grant fyrrum þjálfari Chelsea: með United á heilanum.
Það er kannski ekki nema von.
Svona pælingar um "að ef þetta lið vinnur þarna" og "ef þessi leikur fer svona" er lýsandi fyrir menn sem hafa enga stjórn á atburðum og þurfa að hengja sig á eitthvað annað en eigin styrk og æru. Þjálfarar beita vissulega herkænsku þar sem reynir á andlegt þrek manna og pólitískt vit, en Benitez kann bara ekki að spila þann leik.
"Staðreyndasúpa" hans sannar það fullkomlega.
Liverpool er líklega sá klúbbur sem fæstir vilja mæta núna. Árangur og form þeirra er staðfesting á því.
En að halda því fram að United séu hræddir við Liverpool er til marks um algert þekkingarleysi staðreyndameistarans á sögu þessara klúbba. United lifir fyrir að spila við Liverpool, og öfugt.
Benitez. Lokaðu nú á þér þverrifunni og hafðu hugfast að síðasta "bomba" sem þú droppaðir á United kostaði þig 1. sætið til okkar.
Haltu þig við það sem þú kant best, hvað sem það nú er....
Benítez: Ferguson er hræddur við okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar