4.12.2008 | 00:02
Og Tevez situr á bekknum
Carlos Tevez.
Þegar hann skoraði á móti okkur í síðasta leik tímabilsins 2006/2007 á Old Trafford fyrir West Ham og tryggði lið sínu áframhaldandi veru í deildinni, hugsaði ég að þarna væri á ferð baráttu hundur sem gæti passað fínt með hinu villidýrinu hjá okkur sem er kallaður Wayne Ronney. Ég var hundóánægður með frammistöðu okkar manna, að geta ekki landað sigri heima í síðasta leik, þótt titillinn væri í höfn. Maður samt gladdist með West Ham mönnum og Curbisley, West Ham kitlar alltaf einhverjar taugar hjá manni.
Ég á marga hamra-vini sem hafa verið tryggir sínum klúbbi til fjölda ára. Þeir hafa séð menn koma og fara, aðallega fara þar sem West Ham er einskonar útungunarklúbbur. Carlos Tevez er einn þeirra leikmanna sem þeir hafa séð eftir.
Þegar Ferguson keypti/leigði/fékk lánaðan/fékk afnotarétt/forkaupsrétt eða hver veit hvað af þessum leikmanni, varð ég strax sannfærður um að þetta væri leikmaðurinn sem okkur vantaði. Ekki leið á löngu þar til í ljós kom að Tev var þyngdar sinnar virði í gulli. Hann vann eins og hver leikur væri hans síðasti og skoraði mörk í leikjum sem reyndust verða lykilmörk í þeim árangri sem við náðum í fyrra. Hann hefur sýnt United algera og skilyrðislausa hollustu, ólíkt landa sínum Gabriel Heinze sem fer í sögubækur United sem einskonar dipper án þess að hafa nokkurn tímann klæðst treyju Liverpool að vitað sé.
En svo var jöfnunni ruglað og inn hent breytu sem heitir Berbatov. Sá leikmaður er að margra mati besti hreini striker sem spilar um þessar mundir og hefur ótrúlega boltatækni af svo stórum manni að vera. Það sem hann hefur fram yfir Tev er að hann er ólíkur Rooney sem þykir líkjast Tev of mikið. Rooney er einhverra hluta vegna alltaf fyrsti valkostur Ferguson, sama hvað á gengur.
Nú er svo komið að Berbinn og Rooney eru fyrstir á blað hjá kallinum þegar hann velur framherja. Tevez er í kuldanum þrátt fyrir að slá ekki feil nótu á síðasta tímabili. Berbatov er klárlega rétti maðurinn að ekki sé minnst á Rooney sem mun láta grafa sig undir vítapunkti Stretford megin á Old Trafford. En spurningin er hvort samkeppni um stöður eigi ekki að eiga við Rooney líka?
Rooney á það til að detta niður á algert meðalmennsku plan þar sem fátt prýðir leik hans annað en mikil vinnusemi sem skilar engu. Tevez er ekki hollt að vera lengi á bekknum, hann er leikmaður sem þarf að spila 60 min og meira til að ná sem mestu úr honum. Leikurinn í kvöld var rakið dæmi þess þar sem hann skorar 4 mörk, það fyrsta og síðasta.
En eitthvað er í gangi og Ferguson virðist vita hvað það er. Kenningar ganga um að hann sé ekki sáttur við að borga 30 milljónir punda fyrir Argentínumanninn. Hann er verðmætur, en þetta er of mikið.
Mér segir svo hugur að kallinn sé að setja pressu á eigendur Tev og lækka verðmiða hans með því að leika sér með eldinn og setja múl á Tevez. Þegar janúarglugginn opnast og tilboð berast í kappann verða þau ekki í kringum 30 milljónir, meira í nánd við 20 milljónir. Vegna hollustu Tevez og hungri í að vinna fleiri titla með United sem hann hefur þegar unnið 2 stærstu titla sem hann getur unnið, veit Ferguson að best er að spila þetta klókt og gera hann ekki ómissandi fyrir klúbbinn.
Ég hef samt áhyggjur af framvindu mála og tel að við eigum að hugsa okkur tvisvar um áður en við sínum Tevez bakið þar sem hann kann vel að vera 30 milljón punda virði.
Hann var klassa ofar en aðrir leikmenn í kvöld.
![]() |
Tévez með fernu og og Man.Utd áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar