Höddi Magg hefur United þráhyggju

Ég get ekki lengur orða bundist.

Litli feitlagni FH-ingurinn er með United á heilanum. Svo mikið, að hann lýsir öllum leikjum liðsins í Meistaradeild og Ensku deildinni. Maður sér hann fyrir sér þar sem hann bara heimtar að fá United-leikina, og aðrir góðir lýsendur eins og Gaupi, Arnar Björns, Gummi Ben og Kristinn Kjærnested, eiga bara ekki séns í hann. Hann SKAL lýsa leikjum United.

En af hverju? Er Höddi ekki Liverpoolmaður? Hvaða undarlegi þráhyggjukenndi áhugi er þetta á erkióvinum liðsins sem hann styður?

Áhugamenn um knattspyrnu ættu að veita því athygli á komandi vikum, hversu oft það gerist að Höddi er settur á (eða setur sig á) leiki þar sem United spilar. Hann getur vissulega ekki lýst leikjum Liverpool, það væri eins og að hleypa dýri í fóðurgeymslu.

En það eru margir aðrir leikir fyrir Hödda sem vel geta talist áhugaverðir. Td. gerist það bara ansi oft að önnur skemmtileg lið eins og Chelsea og Arsenal, Tottenham og Everton, Villa og West Ham, spili í sömu viku og United...

....reyndar spila þessi lið jafnmarga leiki og United.

En Höddi vill lýsa United leikjunum.

Ég byrjaði að taka eftir þessu á síðasta tímabili. Ég fór að nefna þetta við félaga mína sem hingað til höfðu ekki veitt þessu athygli. Svo kom næsta leikvika. Og Höddi kominn á Unitedleikinn. Vissulega kann það að vera tilviljun ein (tölfræðileg líkindi bara Hödda nokkuð í vil...) að hann sé settur á þessa leiki, eða bara að hann er ekkert síður settur á þennan leik vegna hins liðsins. En ég hef ekki trú á því að þetta sé tilviljun.

Höddi lýsir leikjum United, af því að hann þolir okkur ekki.

Þegar ég varð þessar staðreyndar var fór ég að beina betur athygli minni að lýsingum hans á leikjunum. Fljótlega fór ég að sjá ákveðið mynstur í lýsingunum þar sem mat hans á tilteknum atvikum sem orka tvímælis eða voru óljós, fór oftar en ekki gegn leikmönnum United.   

Kannski bara enn tilviljun.

En tilviljanir koma ekki á færibandi, þá eru þær ekki tilviljanir. Höddi hefur nefinnilega mjög oft hreinlega haft rangt fyrir sér í þessum lýsingum. Hér er ég ekki að leggja út á að menn geri ekki mistök, en sumt af því sem hann hefur haldið fram er svo langsótt, flókið og í alla staði illa ígrundað mat á því sem fer fram, að mann skortir orð.

Ég hugsaði ekki út í að skrá hjá mér þessi atvik, en eftir leikinn í kvöld á milli Villa Real og United verða mér ekki aftur á þau mistök. 

Ég á mörg dæmi máli mínu til stuðnings, en ætla að leyfa ykkur að verða vitni að þessu sjálf. Sjálfsagt sýnist sitt hverjum, en jafnvel þeir stuðningsmenn sem hafa Liverpool-gleraugun ígrædd á nef sitt, munu skilja hvað ég á við.

Eitt dæmi til að koma mönnum á bragðið er hér sett upp:

Í kvöld lýsti Hörður Magnússon enn og aftur leik okkar manna á móti Villa Real. Leikurinn var bragðdaufur, en nokkur góð færi sköpuðust hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Þó var eitt atvik sem vert er að ræða hér um. Það var þegar leikmaður Villa Real Capdevila, rennir sér í tæklingu í hnéhæð sem nær á innanvert hné Ronaldo, með þeim afleiðingum að það stórsá á Ronaldo. Capdevila fékk réttilega beint rautt þar sem dómarinn stóð skammt frá brotinu og viss í sinni sök.

En Höddi Magg kom þá með einhverja óljósustu skýringu á atvikinu sem heyrst hefur. Hann byrjaði að röfla um að "vissulega sé hægt að dæma rautt" en að "ekki væri vitað hvort Ronaldo væri raunverulega meiddur eða ekki!?" Hvað er maðurinn að bulla? Ef vissulega er hægt að dæma rautt á mann sem hugsar bara um að meiða og hindra að leikmaður sleppi í gegn, á þá ekki að dæma rautt? Hvaða máli skiptir það hvort ekki sé vitað hvort Ronaldo er meiddur eða ekki?? Á dómari að bíða með að taka á brotinu þar til hann gengur úr skugga um að maður sé brotinn eða ekki?!

Capdevila renndi sér með takanna á undan í hnéhæð, og klippti Ronaldo niður. Fékk rautt spjald fyrir vikið. Punktur.

Höddi Magg kom svo í 4 4 2 til að fara yfir leikinn. Ekki leið á löngu þar til Arnar Björnsson spyr Hödda hvað honum fannst um spjaldið. Það lá í loftinu að þarna yrðu krassandi umræður enda Höddi með það á hreinu í lýsingunni að þetta hafi verið rangur dómur. Höddi þvaðrar eitthvað um meiðsli Ronaldo og að gult væri rétt niðurstaða. Arnar Björnsson kemur meira að segja félaga sínum til hjálpar og býður honum eitt og hálft gult til að leysa hann úr snörunni.

Gestir þáttarins Reynir Leó og Tómas Ingi voru ekki í vafa: Rautt spjald. Vel rökstutt álit frá fagmönnum úr boltanum. En Höddi var ekki á sama máli. Það er bara betra að bíða eftir að ljóst er að Ronaldo sé meiddur eða ekki, og dæma svo bara eitt og hálft gult.

Ég skora á ykkur að horfa á leiki United á næstunni. Höddi Magg mun klárlega gera það.

 

 

  

 


mbl.is United og Arsenal bæði áfram í Meistaradeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband