Leikir tapast. Þess vegna þarf að hafa forskot.

Við vorum ekkert að fara að skella í pokann 18 af 18 stigum mögulegum. Bara afar ólíklegt. Ekki neitt frekar en City áttu ekki að geta annað en unnið titilinn. Þeir sem töluðu þannig um áramótin töluðu með rassgatinu. Að sama skapi tala menn með rassgatinu sem halda því fram að þegar eru 6 umferðir eftir af móti séu United komnir með þetta.

Slaka.

Það er einn sex stiga leikur eftir á móti City. Sá leikur getur farið langt með þetta, ekki fyrr.

Wigan voru aldrei að fara að tapa leik eftir það sem gerðist í leik liðsins á móti Chelsea. þeir voru rændir. Þeir einfaldlega mættu í leikinn með það á stefnuskránni að vinna. United mætti í leikinn til að reyna að vinna. Þú tapar alltaf slíkum leik.

Og það gerðist.

það hlakkar í öllum öðrum en stuðningsmönnum United við svona úrslit. Og skiljanlega. Hvernig getur lið sem hefur selt Cristiano Ronaldo og í raun ekki fengið sér neitt í staðin nema trausta vængmenn, ásamt því að stóla á framlag leikmanna sem eru 37 og 38 ára, verið með 5 stig á næsta lið þegar 5 umferðir eru eftir?

Betra liðið vann í kvöld. Stig fyrir okkur úr þessum leik hefði verið rán. Það var ekkert í kortunum um að United átti að fá eitthvað úr þessum leik, enda áttu ekkert skilið. Menn fóru að spila bolta þegar 70 min voru búnar. Það er bara of seint þegar þú ert ekki í stuði.

Slakt, en engin ástæða til að fara á taugum.

 


mbl.is Wigan lagði United - City vann stórsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband