Færsluflokkur: Enski boltinn

emmmmmm...Hverju eigum við þá að kvarta yfir?

Betra liðið vann. Ef hann á við það. Þetta var í raun sá vettvangur sem United þurfti til að sýna hverjir eru sendiherrar fótboltans. Ekki eitt skot að marki City.

Eigum við þá ekki að kvarta yfir því?

Ég er spilltur, feitur og góðu vanur. Í fótboltalegum skilningi. Ég kann ekki að meðtaka þá hugsun að aðrir taki frá okkur það sem hefur alltaf verið hannað með okkur í huga.

Að missa niður 8 stig í 0 er ekki United.

 

Kannski tapar City stigum á móti NCU. Kannski tapar United stigum á móti Sunderland. Afar ólíklegt verður að teljast að þessi lið tapi fleiri stigum. Það dugar City. Það dugar ekki okkur.

 

Við hljótum að kvarta yfir því.

 

Ég sagði það þá og segi aftur: það er engin leiðtogi í þessu liði. Það er engin sem tekur af skarið og gerir hlutina. 


mbl.is Ferguson: Get ekki kvartað yfir úrslitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plokkar í heila United

Mancini er kannski ekki jafn vitlaus og hann lítur út fyrir að vera.

Sagði hann ekki þegar þetta voru 8 stig að þetta væri búið? Sagði hann ekki líka þegar þetta voru 5 stig að of langt væri í United?

Vandi okkar er að engin í þessum hópi hefur afgerandi hlutverk leiðtogans. Evra hefur þetta ekki. Hann er uppreisnargjarn leiðtogi fyrir minnihluta hóp. Rio fær þetta ekki og vill ekki, vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust vegna fyrirliða Englands. Rooney á Þetta ekki skilið og líklega hefur þetta ekki. Scholes hefur aldrei viljað þetta. Giggs ekki heldur.

Orð dagsins er værukærð. Kæruleysi. Hausleysi.

4-2 og í raun spurning hvenær staðan yrði 5-3. 4-4 og eitt stig.

Það eru bara jafnar líkur á að liðin vinni úr þessu. Fyrir nokkrum mánuðum hefði ég tekið því án þess að blikka. þetta mót klárast í hreinum úrslitaleik.

Bring it on.     


mbl.is Mancini: United líklegra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það?

Þetta er bara niðurstaðan. Chelsea vann 5-1. Afgerandi? Ekki nálægt því. Þetta eru ein al-mest villandi niðurstaða leiks sem ég hef lengi séð.

Di Matteo kýs að taka einfeldninginn á þetta. Skil það vel. Leikurinn fór 5-1. En það sem Di matteo kýs að leið hjá sér er sú staðreynd að ef markið sem aldrei var skorað hefði ekki verið veitt, þá væri staðan enn 1-0. Næst jafna Tottenham og það sem meira er, Cech hefði mögulega átt að fá rautt og Tottenham víti.

Hver getur fullyrt um 5-1 þegar staðan er 1-1 og Chelsea manni færri?

Di Matteo veit betur. Eins og leikurinn þróaðist í fyrri hálfleik hefði ég sett pening á Tottenham frekar en Chelsea.

þetta verður flottur úrslitaleikur. Megi spjöldin verða mörg og gráturinn mikill.


mbl.is Di Matteo: Við skoruðum fimm ekki tvö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikir tapast. Þess vegna þarf að hafa forskot.

Við vorum ekkert að fara að skella í pokann 18 af 18 stigum mögulegum. Bara afar ólíklegt. Ekki neitt frekar en City áttu ekki að geta annað en unnið titilinn. Þeir sem töluðu þannig um áramótin töluðu með rassgatinu. Að sama skapi tala menn með rassgatinu sem halda því fram að þegar eru 6 umferðir eftir af móti séu United komnir með þetta.

Slaka.

Það er einn sex stiga leikur eftir á móti City. Sá leikur getur farið langt með þetta, ekki fyrr.

Wigan voru aldrei að fara að tapa leik eftir það sem gerðist í leik liðsins á móti Chelsea. þeir voru rændir. Þeir einfaldlega mættu í leikinn með það á stefnuskránni að vinna. United mætti í leikinn til að reyna að vinna. Þú tapar alltaf slíkum leik.

Og það gerðist.

það hlakkar í öllum öðrum en stuðningsmönnum United við svona úrslit. Og skiljanlega. Hvernig getur lið sem hefur selt Cristiano Ronaldo og í raun ekki fengið sér neitt í staðin nema trausta vængmenn, ásamt því að stóla á framlag leikmanna sem eru 37 og 38 ára, verið með 5 stig á næsta lið þegar 5 umferðir eru eftir?

Betra liðið vann í kvöld. Stig fyrir okkur úr þessum leik hefði verið rán. Það var ekkert í kortunum um að United átti að fá eitthvað úr þessum leik, enda áttu ekkert skilið. Menn fóru að spila bolta þegar 70 min voru búnar. Það er bara of seint þegar þú ert ekki í stuði.

Slakt, en engin ástæða til að fara á taugum.

 


mbl.is Wigan lagði United - City vann stórsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mancunian: en klikkið alltaf á lykilleikjum

Bikar er bikar. Þegar Manchester United vinnur Carling cup er það bikar í skápinn og hann telur. Það þýðir ekkert að tala Carling cup niður, þetta er mót sem stendur í margar umferðir með úrslitaleik á Wembley.

En fyrir Manchester United er þetta eins og 4. framherjinn; það er ekki leitað til hans nema að allt annað sé úti.

Fyrir klúbb sem man ekki hvernig á að vinna, er þetta þó eitthvað meira, og skiljanlega. Staða Liverpool hefur verið erfið. Þeir áttu '70 og '80 en hafa ekki unnið einn Premiership titil. Blackburn á samt einn.

Liverpool fögnuðu bikarnum fyrir leikinn við Arsenal með sérstakri athöfn. Það var mjög sérstakt. Líklega hefur tilgangurinn verið að berja eldmóð í áhorfendur og leikmenn, til að tryggja öll stigin í þessum mikilvæga sex stiga leik. Með sigri Liverpool hefði munurinn á þeim og Arsenal verið 4 stig. En hann varð 10 stig. Á Anfield.

"Vorum miklu betri". So? Hvað hefur Liverpool oft verð í þessari stöðu að "vera miklu betri" en fá ekkert? Ef menn eru miklu betri þá vinna þeir. Afar einfalt. Ef Kenny á við að þeir hafi spilað betri bolta, skapað meira, verið óheppnir með stöngina osfrv., þá er það rétt. Liverpool voru betri hvað þetta varðar. En þeir klára ekki leikina. Það er munurinn á þeim og liðum sem eru betri en þeir.

Þannig að Liverpool voru ekkert betri. Þeir töpuðu leiknum þar sem þeir skoruðu 1 mark en Arsenal 2.

Liverpool er cup-team. Þeir eru fremstir á meðal jafningja í hópi meðal liða eins og Tottenham, Aston Villa, Stoke, Fulham, Everton, osfrv.

Þeir eru mid table kings. Allt tal um 4. sætið eða eitthvað ofar eru draumórar. Hefur verið þannig lengi. Meistaradeildin er ekki einu sinni raunhæft markmið.

FA-cup og Carling cup ætti að vera forgangsverkefni Liverpool. Bikar er bikar.

Svo kann að fara að Liverpool endi með 2 bikara og Manchester United með engan. Svo getur það líka gerst að Manchester United endi með 2 bikara en Liverpool einn.

Skiptir akkúrat engu máli, því ekki er lengur hægt að setja eitthvert samhengi á milli þessara liða. Annað keppir um allt sem í boði er og vinnur endrum og eins það besta af því besta. Hitt liðið á aðeins raunhæfan séns á bikurum sem er einnig í boði fyrir lið úr neðri deildum.

Taflan lýgur ekki. United er með 64 stig. Liverpool er með 39. Metnaður vs. meðalmennska. Þetta verður aldrei keppni.    

 

images_1139245.jpg

 

 

 


mbl.is Dalglish: Vorum miklu betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingi

Ég hef skrifað áður um þetta gerpi. Liverpool-menn geta þakkað honum einum fyrir stöðu þeirra í töflunni. Þvílíkt fífl. Ef hann hefði bara tekið í hönd fórnarlambs síns þá væri þetta mál frá.

 

Nei. Suárez ætlar að mylja undan klúbb sínum enn um sinn. Staða Liverpool í heimsboltanum má líkja við máltækið að "muna sinn fífil fegurri". Ástæðan er einföld: Þá skortir klassa sem þeir höfðu áður.

 

Ráðning Kenny Dalglish virtist í byrjun snilldar leikur, fá eina svona gamalgróna hetju sem er í guðatölu á Anfield. En mér sýnist þetta hafa snúist uppí andhverfu sína. Svona eins og þegar sonur forstjórans fer að stjórna á gólfinu og pabbi sér ekki galla stráksa. King Kenny er ekki að byggja nokkurn skapaðan hlut upp á Anfield.

 

Ég þekki marga Liverpool menn sem eru allir algerir topp-menn. En skelfilega eru þeir óheppnir að leið þeirra lá með þessum skríl. 

 

   


mbl.is Suárez neitar að taka í hönd Evra (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ærulaus her

Ætlar Liverpool algerlega að klára sig á þessu Suárez máli?!

Nú er klúbburinn búinn að gera svo hrikalega uppá bak frá fyrsta degi hvað þetta varðar, að ég er þess viss að þeir muni ímyndarlega líða fyrir þetta lengi enn.

Svo kemur þetta.

Þeir vilja sem sagt draga Manchester United með sér í þennan sjálfskapaða forarpytt með því að halda einhvern sáttafund fyrir leikinn á Old Trafford! Allt með þeim tilgangi að auðvelda endurkomu Suárez eftir bannið sem einmitt mun gerast á Old Trafford.

Í fyrsta lagi. Það að leikmaður þeirra kynþáttaníði annan leikmann er þeirra mál að klára. Í þessari frétt sem er slök þýðing af bbc.com er talað um "meint kynþáttaníð" en það er ekki meint. það er sannað. Nú er búið að dæma í því máli, Suárez er sekur og hefur fengið refsingu sem hann nú afplánar. Beckham þurfti að taka út háðið frá heilli þjóð eftir rauðaspjaldið með Englandi á HM, Suárez þarf bara að taka þessu líka.

Í öðru lagi. Viðbrögð þeirra og aðgerðir frá fyrsta degi hafa einkennst af fumi, barnaskap, sjálfhverfu og einfelldni. Þeir gerðu allt rangt. Manchester United hafa ekki tjáð sig um þetta mál nema svarað því til að klúbburinn telji sérstakt að Liverpool gefi út allar þessar yfirlýsingar á meðan rannsókn stendur yfir. Liverpool á þessa skítabombu einir skuldlaust.

Í þriðja lagi. Tilraunir þeirra til að sverta Evra og hans mannorð með staðhæfulausum fullyrðingum um að Evra hafi áður gerst sekur um rangar sakargiftir vegna kynþáttaníðs, eru viðbjóðslegar.

 

Að ofansögðu eru allar tilraunir að draga United að einhverju sáttabroði aumkunarverðar. Akkúrat engar deilur hafa verið á milli klúbbana varðandi þetta mál. Leikmaður kærði annan leikmann fyrir níð. Liverpool hafa átt sviðið síðan þá og þvílík leiksýning.

Þetta nýjasta útspil er svona eins og þegar skólafanturinn lemur samnemanda án tilefnis eða ástæðu. Skólastjórinn biður þá svo að koma á skrifstofuna og takast í hendur. Gott boð fyrir þann barða, ekki satt? 


mbl.is Ferguson hafnar friðarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

De Gea á ekki séns!

Þessi drengur er ekki United gæði. Getur ekkert. Lindegaard fær ekki á sig mark en De Gea kominn með 17! Hvað er SAF að hugsa?! Bara selja þetta grey á meðan einhver vill borga fyrir hann. Lindegaard er flottur.

Leikur liðsins annars í molum. Nani hauslaus.

Svona verða menn ekki meistarar.


mbl.is Blackburn lagði United á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing skrifuð af gangaverðinum

Liverpool kom sér í mikil vandræði með yfirlýsingunni sem þeir sendu strax út til varnar Suárez, einhverjum klukkustundum eftir atvikið. Áður en nokkuð var vitað um forsendur og framvindu mála gaf klúbburinn út ótímabæra stuðningsyfirlýsingu, sem gekk öll út á að sverta Evra og gera lítið úr broti Suárez.

Þessi yfirlýsing er svo vanhugsuð að mann skortir orð. Eitt stingur þó verulega í augun í yfirlýsingunni sem gerir að því skóna að Evra hafi áður sakað mann og menn um kynþáttaníð:

 

"...It is also our opinion that the accusation by this particular player (Evra) was not credible – certainly no more credible than his prior unfounded accusations."

 

Hvað eiga menn hér við? "prior unfounded accusations?" (þýðing: áður birtar ósannaðar ásakanir). Mér dettur helst í hug að hér sé Liverpool að vitna til atviks þar sem heyrnalaus stuðningsmaður taldi sig í leik hafa séð með varalestri fyrrum leikmann Liverpool Steve Finnan, viðhafa kynþáttaníð gagnvart Evra. Í þessu tilviki kom hvorki hósti né stuna frá Evra um málið, og klárlega ekki af hans völdum að þetta varð fjölmiðlamál.

 

Annað atvik sem mögulega Liverpool er að misskilja viljandi eða ekki, er þegar Evra var dæmdur í leikbann eftir átök við vallarstarfsmann hjá Chelsea eftir leik á Brúnni. Við rannsókn var því haldið fram að neikvætt orðalag er tengist kynþætti hafi verið viðhaft af hálfu vallarstarfsmansins Sam Bethel, sem beint var gegn Evra. það merkilega er að Evra nefndi í umræddri skýrslu að hann heyrði aldrei nein orð um kynþáttaníð sem beind voru að honum. Þau ummæli komu frá Mike Phelan aðstoðarþjálfara United, sem var vitni að átökunum. Hvort sem það hafi verið sannað eða ekki, skiptir engu máli. Evra bara hélt þessu aldrei fram.    

 

Klúbbur af þessari stærðargráðu þarf að kynna sér málavexti áður en gefin er út yfirlýsing sem er svo persónuleg. Nú þurfa Liverpoolmenn bara að horfast í augu við þá staðreynd að Suárez kallaði Evra "niggara". Frekari málalengingar munu aðeins flækja málið og auka líkur á að þessi leikmaður hverfi aftur til meginlandsins fyrir næsta tímabil. 

Luis-Suarez-and-Patrice-E-007

  

 

 


mbl.is Harðorð yfirlýsing frá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bitur maður

Ég skil Dalglish að vissu leiti. Hann mun núna missa eina alvöru markaskorarann sinn fram í miðjan febrúar. Svo á eftir að dæma í fokk-merkja málinu sem eru klárir 2 ef ekki 3 leikir. Suárez gæti verið í banni fram á byrjun mars.

En ég vorkenni honum akkúrat ekki neitt. Honum var nær að kaupa geðsjúkling sem hefur enga stjórn á sér.

Nú leyfum við grugginu að setjast og sjáum hvað gerist á næstu dögum. Það logar allt í bloggheimum. Andy Carrol sér um markaskorunina á meðan.


mbl.is Dalglish: Mjög vonsvikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband