18.1.2013 | 09:17
Við erum lið Sir Alex Ferguson
Að vissu leiti erum við það. Án gamla hefði þetta ekki verið hægt. Tíminn styttist. Eftirmaður hans?
![]() |
Ferguson: Erum ekki eins manns lið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook
27.12.2012 | 10:43
...og United fær alltaf dómana
Það er helvíti skemmtilegt að ræða við suma Anti-United menn. Þeir eru sannfærðir um að það séu einhver vélabrögð í gangi varðandi dóma og klúbbinn. Sumir ganga svo langt að segja að félagið sé að borga einhverjum eitthvað fyrir að dæma þeim í hag þótt flestir láti sér duga einfaldar kenningar um að stóra liðið fái alltaf meira.
En stóra málið er að tölfræðin sínir að þetta eru allt órar. United fær ekkert meira. Þeir fá heldur ekkert minna, þetta bara jafnar sig út á tíma. Leggstu bara í smá rannsóknarvinnu og sjáðu hvað kemur úr kassanum.
Atvikin í gær sanna enn frekar að United fær ekkert meira. Þótt afar erfitt hafi verið að sjá hvað gerðist með Evans og Cissé þá var líklega fyrsti úrskurður um rangstöðu réttur dómur. Mike Dean virðist hafa gleymt reglunni um að "hafi leikmaður áhrif á leikinn beri að dæma rangstöðu". Cissé hafði áhrif á leikinn. Fáránleg tilraun Evans að komast fyrir boltann áður en hann datt til Cissé segir allt um það. Höddi Magg verður því aldrei sammála en hann telur sig ekki skulda United heldur neitt. Það væri þá frekar hitt. Það var frekar aumkunnarvert hvernig hann var farinn að tala við áhorfendur í gegnum beina útsendingu til að réttlæta stórar yfirlýsingar. Og hendin á Coloccini? Hönd í bolta, bolti í hönd. Hið minnsta var ekkert dæmt þótt klárlega boltinn hafi farið í hönd hans á mjög krítískum stað á krítísku augnabliki.
Valencia braut á Vurnon Anita en þetta var ekki ásetningur og ekki þannig brot að menn séu að meiðast. Leikmaðurinn var einfaldlega óheppinn. Þetta var ekki spjald enda mat dómarinn sem að svo væri ekki.
![]() |
Skrifað í skýin hvar meistaratitillinn hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2012 | 15:17
Að kasta aleigunni
Það á ekkert að fara í sérstakar aðgerðir þótt einn og einn fáviti sem hefur ekki stjórn á höndum sínum og bregst við mótlæti með því að berja einhvern eða kasta einhverju. Það á bara að finna viðkomandi og refsa honum þar sem það særir hann: taka af honum bæturnar og banna honum að fara á völlinn.
Net eða aðrir tálmar er fáránleg hugmynd. Svo eru auk þess pælingar um að leyfa fólki að standa aftur! Hefur fólk engu gleymt? Drullastu bara til að sitja á rassgatinu og hagaðu þér eins og maður. Ég hef margoft setið á Old Trafford og það er ekkert mál að sitja. Þegar skyndisókn eða eitthvað markvert fer af stað þá stendur mannskapurinn upp. Eftir atvikið þá setjast allir niður aftur. Ekkert mál.
Sæti og engin net eða aðrir tálmar. Ef fólk getur ekki farið eftir þessu þá getur það setið heima.
![]() |
Ekki hægt að finna net sem stöðvar smámynt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2012 | 13:49
Ítölsk lið eiga ekkert erindi á stórmót.
Svo er talað um að enskir séu slæmir.
það eru bullur í öllum löndum. Bara á Ítalíu þá nenna menn ekki að hafa of mikið fyrir hlutunum. Ekkert að kalla út fleiri lögreglumenn. Ekkert að undirbúa. þetta er svo mikið vesen. Pólitískt stjórnarfar og árangur í efnahagsmálum segir meira en þúsund orð um þjóðfélagsgerðina. Letingjar.
Eina sem virkar á þessar bullur er að dæma Lazio úr leik. Ef þetta gerist aftur þá verða þeir aftur dæmdir úr leik, svo koll af kolli. Þangað til þeir drullast til að hafa stjórn á þessu pakki, eða klúbburinn verður gjaldþrota vegna tekjuskorts.
Þessi árás var þaul skipulögð. Skv. viðtali við staðarhaldarann á vef bbc þá voru enskir um 30 og ekki einu sinni drukknir. "Ultras" voru um 100. Með járnstangir, hnúajárn og hnífa. Þetta er ekkert annað en morðtilraun.
Og hvað haldiði að ítalska lögreglan muni gera? Vinna það er minna, éta það þeir geta.
![]() |
Stuðningsmaður Tottenham stunginn í Róm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2012 | 12:47
Rúsnesk raunhyggja
Ef hinn háttvirti Pep ætlar að taka þátt í þeirri rúsnesku rúllettu sem spiluð er á Brúnni, þá er hann minni maður en ég hélt.
Di Matteo var aldrei rétti maðurinn. Hann vann ekkert fyrir þetta lið. Ástæða þess að Chelsea fóru að vinna eftir að AVB var rekinn er sú að þeir sem raunverulega stjórna Chelsea, fóru að spila fótbolta aftur.
Á meðan Roman á þetta lið verður aldrei stöðugleiki í Chelsea. Það er bara mjög gott mál.
![]() |
Roberto Di Matteo rekinn frá Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2012 | 11:23
Di Matteo. Komdu þér frá þessum klúbbi á meðan þú getur
Chelsea er svínastía af verstu sort. Það eru allir innviðir þarna rotnir og ógeðfelldir.
Sigur þeirra á okkur í gær var sanngjarn. Heppnir voru þeir en yfir allt voru þeir betri. Breytir engu hvort mínir menn höfðu færri byrjunarliðsmenn eða ekki, ef SAF velur þennan hóp þá á þessi hópur að klára þetta.
Sigur minna manna um helgina var ekkert óeðlilegri en sigrar Chelsea á okkur síðastliðin ár þar sem dómarar þeirra leikja hafa gerst sekir um verri mistök en þau sem Clattenburg á að hafa gert. Rangstöðumarkið er ekki honum að kenna. Torres er skítamörður sem á mörg uppisöfnuð gul spjöld fyrir dýfur, þetta kom því ekki á óvart.
Þetta meinta kynþáttaníðsmál er hins vegar alvarlegt mál. Ég trúi ekki að menn eins og Obi Mikel séu að búa svona til. En það virðist ekkert benda til annars en að þetta verði orð á móti orði. Aðstoðardómarar segjast ekkert hafa heyrt um kynþáttaníð og væri það vægast sagt langsótt að ætla þeim að hylma yfir með Clattenburg.
Liverpool njóta sem andstæðingar ákveðinnar virðingar. þar er mikil saga og hefð. Chelsea eru bara allt annað. Þeir eru í eigu mans sem er vægast sagt nafntogaður fyrir viðskiptahætti sína sem og að þeir hafa eins og city ákveðið að kaupa sig á toppinn með öllum tiltækum ráðum. Þetta eru ekki íþróttamenn.
Svona til að bíta höfuðið af skömminni í hringiðu ásakana um kynþáttaníð þá náðist þessi mynd af stuðningsmanni Chelsea í leiknum í gær. Dæmi hver fyrir sig:
![]() |
Di Matteo: Mikel með hausinn í lagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook
25.8.2012 | 00:28
David Gill-er the City kill-er
Gamli séður.
Ljóst að United ætlar ekki að láta hið botnlausa peningahít City svindla af sér montréttinn í Manchester. Það eru tvær leiðir til að stöðva City. Þú getur annað hvort spilað þeirra leik og verið yfirtekinn af fávita sem kann ekki aura sinna tal, eða bara verið talsmaður fair play og komið í gegn þeirri sjálfsögðu hugmyndafræði að klúbbar séu sjálfbærir. City verða ekki sjálfbærir næstu 50 árin.
United eru stórveldi. Stórveldi finna alltaf leiðir.
United>England
![]() |
Gill gæti fengið sæti í framkvæmdanefnd UEFA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2012 | 09:18
Jebbs. PSG er með þetta
Já Wagner. Moura ákvað að fá launaseðil frá PSG í stað United vegna "verkefna PSG sem eru í gangi"...
...einmitt.
það að Moura hafi ákveðið að fá betur borgað hjá PSG en United er hans mál. Peningavit fótboltamanna er ekki yfir allan vafa hafið, en maður hefði samt haldið að metnaður og hið sanna stríðsmanna hjarta væri það.
Svo virðist þó ekki vera hjá fótboltamönnum í dag.
PSG er í Frakklandi. Deildin er arfa slök og nákvæmlega engin mótspyrna annarra liða en kannski einna eða tveggja. PSG er dvalarheimili aldraðra sem áður voru góðir. Að 19 ára strákur sem líklega á framtíðina fyrir sér skuli velja pening yfir fótbolta er mér fyrirmunað að skilja.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður velur annan klúbb yfir United. Einhver kann að halda að það leggist illa í okkur United menn. Það sanna er að það er náttúrleg sía fyrir framan dyrnar á Old Trafford. Þangað inn komast alla jafnan ekki inn rotin epli nema með fáum undantekningum, þeir eru þá farnir jafn harðan aftur eða fá ekki langtíma samninga. United menn spila með United. Ekki málaliðar.
Við lendum oft í að fá ekki þá lekmenn sem við erum að skoða. Við lendum samt oftar í að vinna titla. Tékkaðu bara á því.
![]() |
Moura var búinn að samþykkja tilboð United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook
23.5.2012 | 09:46
The Dictator
Hafiði séð trailerinn úr nýjustu mynd Sacha Baron Cohen, The Dictator þegar hann er að keppa í 100m hlaupi? Hann sem sagt byrjar á undan hinum og er með byssu sem hann notar til að skjóta aðra keppendur sem koma of nálægt honum. Svo lætur hann hvíta borðann við endamarkið koma á móti sér svona þar sem hann var orðin þreyttur.
Þetta er City og Mancini.
Það munaði nú ekki miklu að við næðum þessu framan af nefi City. Hefði það verið sætt? Sannarlega. Ég er ekki viss um að City hefðu komist yfir það eins og við komumst yfir þetta. United kemur alltaf til baka. Bókaðu það.
Það var ekki rán að City tók þetta í ár. Það er hins vegar rán hvernig þeir bera sig að því að verða stórir. Þeir eru gaurinn sem notar stera. City um það. Þótt úr flestum andlitum City manna skíni fölskvalaus gleði, þá eru sumir þeirra sem skilja að City vinnur hluti með annarri aðferð. Þeir eru gaurinn sem vinnur spyrnurnar á Pontijac sem pabbi keypti. City um það.
Chelsea reyndu þetta. Þeim tókast að vinna tvo, svo vann United þrjá. Þessir tveir sem Chelsea tóku komu þegar hin tvö stóru og Liverpool voru að massa sig upp. Án stera. Chelsea urðu ekkert betri, aðrir urðu slakari.
Í ár duttu City úr CL, EUFA, FA og Carling nokkuð snemma. Eiginlega mjög snemma því að þeir náðu ekki að komast úr 64 liða í FA. Þeir komust ekki einu sinni í umspil í CL. Samt eiga þeir 3 byrjunarlið.Þeir unnu deildina á markamun. Ekki stigum, heldur markamun. United voru með jafn mörg stig og City. Samt var tímabil United hörmung en City snilld.
Á þessu einmitt þrífst United. Mótlætið heldur mönnum á tánum. Menn er minntir á að þetta er ekki frítt. Barcelona unnu heldur ekkert í ár einfaldlega vegna Þess að þá vantaði einhverja áskorun. Þeir eru búnir að vinna allt sem í boði er.
Það eru 6 stuðningsmenn City á Íslandi. Eða þeir voru 6. 2 fengu taugaáfall þegar QPR fóru í 2-1 og 2 létust eftir að bikarinn fór á loft. Þeir eru því bara 2 eftir. Annar þeirra sagði að allskonar fuglar hefðu komið til þeirra í vetur til að hvetja þá áfram. Þeir voru ekki City menn. Þeir voru anti-United menn. Pælið í því. Stuðningsmenn annarra liða voru að hvetja City. Bara svo að United vinni ekki enn einu sinni. Að ekki sé nóg að United, Chelsea, Arsenal og kannski Tottenham sem geti unnið, heldur líka City. Ef ég væri stuðningsmaður hinna liðanna þá hefði ég áhyggjur af City. Þeir eru klárlega að minka líkur á að þitt lið komist í CL, hvað þá að vinna deildina. Já, áfram City, bara svo að United vinni þetta ekki. Skítt með að mitt lið sé þetta 15-40 stigum neðar í töflunni, komist ekki í CL og keppi bara um deildarbikara við önnur lítil lið, bara að United vinni ekki. Er hægt að vera meiri aumingi?
Mínir menn voru arfa slakir í vetur. Ömurleg frammistaða í hinum keppnunum. Engin bikar. En United hefur áður (og mun aftur) upplifa tímabil án bikars. En þeir koma alltaf aftur. Og þú veist það.
![]() |
Mancini fær einn milljarð í árslaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook
8.5.2012 | 23:32
Ekki viss...
...Ég segi Leicester. Þeir eru að borga stóra peninga fyrir leikmenn næsta tímabil.
![]() |
Hazard: Ég spila í bláu á næstu leiktíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Úrslitin högg fyrir Trump
- Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp
- Heathrow fékk aðvörun nokkrum dögum fyrir lokun
- Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni
- Þúsundir án rafmagns
- Lífstíð fyrir víg raunveruleikastjörnu
- Frelsisdagur Trumps runninn upp
- Björguðu manni úr rústum fimm dögum eftir stóra skjálftann
- Krefst dauðarefsingar yfir Mangione
- Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum