...og United fær alltaf dómana

Það er helvíti skemmtilegt að ræða við suma Anti-United menn. Þeir eru sannfærðir um að það séu einhver vélabrögð í gangi varðandi dóma og klúbbinn. Sumir ganga svo langt að segja að félagið sé að borga einhverjum eitthvað fyrir að dæma þeim í hag þótt flestir láti sér duga einfaldar kenningar um að stóra liðið fái alltaf meira.

En stóra málið er að tölfræðin sínir að þetta eru allt órar. United fær ekkert meira. Þeir fá heldur ekkert minna, þetta bara jafnar sig út á tíma. Leggstu bara í smá rannsóknarvinnu og sjáðu hvað kemur úr kassanum.

Atvikin í gær sanna enn frekar að United fær ekkert meira. Þótt afar erfitt hafi verið að sjá hvað gerðist með Evans og Cissé þá var líklega fyrsti úrskurður um rangstöðu réttur dómur. Mike Dean virðist hafa gleymt reglunni um að "hafi leikmaður áhrif á leikinn beri að dæma rangstöðu". Cissé hafði áhrif á leikinn. Fáránleg tilraun Evans að komast fyrir boltann áður en hann datt til Cissé segir allt um það. Höddi Magg verður því aldrei sammála en hann telur sig ekki skulda United heldur neitt. Það væri þá frekar hitt. Það var frekar aumkunnarvert hvernig hann var farinn að tala við áhorfendur í gegnum beina útsendingu til að réttlæta stórar yfirlýsingar. Og hendin á Coloccini? Hönd í bolta, bolti í hönd. Hið minnsta var ekkert dæmt þótt klárlega boltinn hafi farið í hönd hans á mjög krítískum stað á krítísku augnabliki.

Valencia braut á Vurnon Anita en þetta var ekki ásetningur og ekki þannig brot að menn séu að meiðast. Leikmaðurinn var einfaldlega óheppinn. Þetta var ekki spjald enda mat dómarinn sem að svo væri ekki.   


mbl.is Skrifað í skýin hvar meistaratitillinn hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband