30.12.2009 | 18:21
Hókus pókus, Roman-rókus.
Einn eigandi. Einn kröfuhafi. Hagsmunir á einni hönd.
það skiptir engu hvað þú kallar peninga hjá Chelsea, þeir koma allir frá einum manni: Roman sjálfum.
Það að búið sé að breyta láni frá Roman í hlutfé er bara enn eitt sjónarspilið í rekstri Chelsea sem svo mikið vill verða knattspyrnulegt stórveldi. Þessi gjörningur ætti að öllu óbreyttu að vera klúbbnum mun dýrari kostur en vaxtalausa lánið sem Roman veitti honum áður. Ávöxtunarkrafa hlutafjár er mun hærri en ávöxtunarkrafa lánsfjár (tala ekki um ef lánið var áður vaxtalaust!) og því erfitt að sjá hvernig þetta muni koma klúbbnum betur til lengri tíma litið. Jú, félagið uppfyllir nú lágmarks eiginfjárhlutfall og gott betur, en taprekstur þess hefur verið botnslaus.
Félagið hefur tapað frá 2006 um 384m punda. Chelsea er enn svo langt frá því að skila afgangi af reglulegri starfsemi að eigandinn þarf líklega enn að blæða mikið fyrir klúbbinn. Allar væntingar um að Chelsea geti orðið sjálfbær rekstrareining eru á sandi byggðar og hjákátlegar. Tekjuaukning Chelsea hefur ekki einu sinni verið byggð á sölu á rekstrartengdum vörum eins og miðasölu og varningi. Sú aukning sem orðið hefur er vegna hagstæðari sjónvarpssamninga sem reyndar skilar öðrum klúbbum einnig tekjuaukningu.
Chelsea á langt í land með að verða stórveldi, líklega mun þolinmæði Abramovich verða á þrotum áður en það gerist. Líklegt verður að teljast að kallinn verði þá búinn að mjólka allt úr félaginu sem hægt verður að mjólka.
Chelsea orðið skuldlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 18:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar