25.11.2009 | 22:39
Standa ekki undir væntingum
Þessi leikur var furðulegur. United með 26 skot og Besiktas með 6. United með boltann 66% Besiktas 34%.
Menn bara sýndu ekki nægilegan klassa í kvöld. Það þýðir ekkert að ráða 3/4 hluta vallarins ef skotið fer ekki á rammann. Það þýðir ekkert að státa sig af fáum fengnum skotum á sig ef markmenn geta ekki staðið rétt í markinu þegar svo loks eitt fáu skotanna kemur.
Ég hef marg oft sagt áður að Foster er drasl. Hann er flottur með Watford þar sem þú mátt fá á þig 3 mörk og verja 13, en ekki hér. Leikurinn hefði farið 5-0 fyrir okkur ef Foster hefði ekki skitið í buxurnar. Tyrkirnir fengu von og byrjuðu allt í einu að spila bolta eftir markið.
Ungu strákarnir bara eru ekki nægilega góðir í að klára svona leiki. Það féll reyndar ekkert með okkur, áttum að fá klárt víti, en maður biður ekki einu sinni um víti í svona leik.
Nú eru menn búnir að búa til leik á móti Wolfsburg, því að niðurstaðan úr honum skiptir máli uppá 1. sæti riðilsins. Menn hefðu átt að hæða Liverpool aðeins minna og drullast til að klára riðilinn með stæl í staðinn.
Takk fyrir ekkert í kvöld, Ben Foster og Co.
![]() |
Besiktas sigraði á Old Trafford, Chelsea vann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar