14.11.2008 | 13:37
Lampard býst ekki við því, þó.
"Ef Drogba fer í bann, munu stuðningsmenn þá ekki bara gera meira til að ögra leikmönnum? Hver veit...
Ég vona bara að hann fari ekki í bann."
Þetta lét hinn fágaði glanspiltur Frank Lampard fyrirliði Rent boys, hafa eftir sér, eftir tapleik þeirra bláklæddu á móti Burnley. Hann lét þessi orð falla eftir að lin-dýrið Didier Drogba tók upp á því að kasta smápening í stuðningsmenn Burnley!
Ég veit ekki hvar skal byrja varðandi þetta mál.
Í fyrsta lagi er það með ólíkindum að Drogba skuli enn vera í leikmannahópi Chelsea. Dómgreind hans er á við 6 ára barn. Hann lýsir því yfir að hann hefði frekar átt að kýla Vidic í úrslitaleik Manchester United og Chelsea, í stað þess að slá hann. Nú tekur hann upp smápening úr grasinu og kastar í áhorfendur! Er maðurinn geggjaður?! Hvað ef peningurinn hefði lent í andliti td. barns á leiknum? Þetta er reyndar frekar dæmigert fyrir þann hroka sem einkennir liðsmenn Chelsea, ég rek fjölmörg dæmi þess á þessu bloggi.
Í öðru lagi þá reynir stolt Englands (sem reyndar mætir aldrei til leiks með enska landsliðinu þótt hann sé í byrjunarliðinu...) Frank Lampard, að verja aðgerðir Drogba! Hann meira að segja leyfir sér að bera saman svipaðan viðburð varðandi Jamie Carragher og draga fram að tilfelli Drogba sé annað og réttlætanlegra. Þessi drengur má ekki vamm sitt vita.
Í þriðja lagi þá er ekki ólíklegt að FA lýti framhjá þessu fólskulega broti Drogba, eins og svo oft áður þegar Chelsea á í hlut. Mér er enn í fersku minni þegar rauðaspjald vælkjóans Terry var afturkallað þar sem það kom illa við kaunin á mönnum að fyrirliði enska landsliðsins (sem reyndar kemst sjaldan í leiki Englands vegna meiðsla, en er þó mættir til leiks með Chelsea 48 klst. síðar), væri með of mikið af spjöldum á sakarvottorðinu.
það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli.
Býst við því að Drogba fái þriggja leikja bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar