14.11.2008 | 09:51
Ekki dissa Mourinho
Jafn óþolandi og Mourinho var hjá Rent boys, þá er hann frábær á Ítalíu. Málið er að stjóri eins og hann á heima hjá stórum alþjóðlegum klúbbum líkt og Inter ekki smáklúbbi í vestur London.
Í myndskeiðinu má sjá hvar íþróttafréttamaðurinn Sconcerti reynir að niðurlægja Mourinho. Sú tilraun misheppnast heldur betur þar sem ást hans á Mancini fyrrum þjálfara Inter er opinberuð af Mourinho. Viðtalið er aldrei klárað þar sem Mourinho labbar bara burt og drullar yfir þáttinn og þáttarstjórnendur. Áttum okkur á því að á Ítalíu þykir svona tilfinningarík framkoma flott og spennandi, svo að Mourinho er sá sem á lokaorðið.
Mourinho gengur hins vegar ekki eins vel að aðlagast ítalska boltanum og menn höfðu gert ráð fyrir. Mitt mat er að hann hentar fullkomlega fyrir enskan bolta. Margir spá því að hann eigi eftir að koma aftur til Englands og hefur hann meira að segja sagt það sjálfur.
Spurningin er bara hvaða lið er nægilega stórt og gott fyrir hann, hefur sama metnað og hann, og fer að vanta nýjan þjálfara?
Ég hef ákveðnar skoðanir á því.
![]() |
Mourinho brjálaður í beinni útsendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar