Líkamsáras í skjóli leiks

Chris Morgan á að leiða fyrir dómara og láta svara til saka líkt og aðrir sem ganga í skrokk á saklausu fólki. Brot hans var ásetningur og fyrir það skal hann dæmdur. Mig grunar að Morgan sé í knattspyrnu til að komast upp með ofbeldiskenndar hvatir sínar og meiða menn í skjóli leiksins.

Týpur eins og Morgan eru alltof algengar í enskum bolta. Hann er ekki ólíkur skítseyðinu Pogatetz hjá Middlesbrough, engir hæfileikar, bara harka og groddi. 

Morgan gaf sér góðan tíma í að mæla út staðsetningu Hume áður en hann rak út olnbogann til að ná í andlit hans er Hume fór í skallaboltann. Viðbjóðslegt brot sem var vandlega hugsað.

Vonandi klára Barnsleymenn málaferlin. Það sendir skýr skilaboð til þeirra er þurfa að svala ofbeldislosta sínum  á knattspyrnuvellinum. 


mbl.is Íhuga málsókn vegna höfuðkúpubrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband