Rent boys eiga enga sögu

Það sem SAF er að meina er að United og Arsenal hafa lengur barist um dollurnar þar sem þær skiptust á að prýða bikaraskápa klúbbanna. Saga þessara lið er mikil, meira en hægt verður að segja um Chelsea.

Fyrir utan að hafa eitt minnsta "fanbase" allra Lundúnaklúbbanna þá tekur leikfimissalurinn þeirra litlar 42.000 hræður. Þeim tekst heldur ekki alltaf að fylla salinn sinn. Hér heima eru aðdáendur Chelsea litlir krakkar sem dáðu Eið Smára, einn og einn stengervingur eins og Sigmundur Ernir, og einhver hráki og uppsóp sem fann sig aldrei hjá okkur, Liverpool eða Arsenal.

Nýverið voru Wenger og Ferguson lykilmenn á góðgerðarsamkomu þar sem þeir fóru á kostum, göntuðust með gamlar skærur og ekki fór á milli mála að vel fór á með þeim. Áralangur farsæll ferill hjá sama klúbbi skilar þér virðingu andstæðinga þinna, eitthvað sem Roman virðist ekki skilja. Hann rak Ranieri fyrir Mourinho. Hann rak Mourinho fyrir Grant. Hann rak Grant fyrir Scolari.

Chelsea snýst um að fjárfesta til skemmri tíma sem best sést á ráðningu Scolaris. Ekki misskilja mig, hann er frábær þjálfari, en hann er ekki sá yngsti á vistinni. Rent boys eiga nóg af pundum. Þeir eiga hins vegar litla og ómerkilega sögu.


mbl.is Ferguson: Arsenal erfiðari en Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband