17.9.2008 | 22:20
Seinir í gang enn og aftur
Ég sagði við vinnufélaga minn án þess að hugsa að þessi leikur færi 1-1. Hann fór 0-0.
Við hefðum með fullri virðingu fyrir Villa Real átt að vinna þennan leik 4 til 5 núll. Ekki vantaði færin. Tvisvar hefði verið hægt að dæma víti en það er ekki ástæða þess að 1 stig varð raunin. Það eru þó mikil batamerki á leik liðsins, boltinn gekk hratt og vel, sendingar nákvæmar og seinni boltinn alltaf okkar. Mestu skipti þó að sjá Ronaldo aftur á grasinu. Hann verður klárlega í formi fyrir leikinn á móti The Rent Boys.
Það er einnig gaman að sjá hvernig hægt og rólega pressan er öll að færast á Chelsea. Maður heyrir það á mönnum að Chelsea vinni leikinn nokkuð örugglega, sem hentar okkur fínt. Lampard er byrjaður að væla fyrir leikinn að það skipti hann engu hvort Ronaldo verði með eða ekki, þeir geti sigrað okkur hvort eð er. Málið er Lampard, að það skiptir ykkur öllu, hvort hann er með eða ekki. Offorsi og hamagangur Chelsea í að draga vítaskyttuna Terry aftur inní liðið fyrir leikinn, segir allt um ótta Chelsea við okkur.
Minni lesendur á að við höfum hirt dolluna af Chelsea, varið hana fyrir þeim aftur árið eftir, og líklega niðurlægt þá á eins svívirðilegan máta og hægt er með því að gera þá að einni taugahrúgu í vítakeppni í Meistaradeildinni. Það hlýtur að vera ömurleg tilfinning að sitja í stofunni og horfa á klúbbinn sinn tapa bikar í hendur stóra bróður, og fá ekki neitt í staðinn. Ekki neitt! Ekki einn einasta lítin né ómerkilegan bikar! Ekki nema vona að þeir óttist okkur.
SAF hefur sýnt ótrúlega yfirvegun og ró eftir þessa klassísku rólegu byrjun. Fyrir utan ískrandi gagnrýni á menn eftir leikinn á móti erkifjendunum, þá hefur hann andað í gegnum nefið.United hafa alltaf byrjað rólega. SAF veit það og blæs því ekki á öllum ventlum enn.
Man. Utd og Arsenal bæði með jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar