25.5.2008 | 23:35
Tapari
Terry á í raun að biðja alla ensku þjóðina afsökunar fyrir hrákann ala Diouf. Hrokinn varð honum nú að falli. Skammaði dómarann. Skammaði Tevez fyrir að gera það sama og hann sjálfur gerði. Skyrpti á Tevez. Brenndi víti sem hann átti aldrei að taka. Grenjaði. Tapaði.
Vann ekki svo mikið sem páskaegg í ár.
Terry er holdgervingur knattspyrnulegrar hræsni. Hann á að vera kórdrengur Englands en er í raun úlfur í sauðagæru. Örlög hans eru við hæfi. Hann er ekki fær um að bera fyrirliðaband Englendinga. Terry: snýttu þér, vertu maður og taktu til í þínum eigin garði.
Terry biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 26.5.2008 kl. 00:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar