18.3.2013 | 23:01
Dave Whelan og Robert Martinez telja þetta í lagi
Það er með ólíkindum að til séu menn sem réttlæta þetta viðbjóðslega brot. Ekki nóg með að Callum Mcmanaman hafi farið af fullu gasi með stefnuna beint á hné leikmannsins heldur sá hann ekki einu sinni sóma sinn í að skammast sín þegar reiður aðstoðarþjálfari Newcastle mætti honum í leikhléi. Hann hreitti til hans að hann mætti ekki fara inná völlinn.
Hér er á ferð enn einn drulludelinn sem ætlar að stimpla sig í enska boltann á röngum forsendum.
En þetta stoppar ekkert þarna. Dave Whelan stjórnarformaður Wigan og Martinez þjálfari liðsins hafa varið atvikið. Ég á ekki til orð. Horfið á linkinn einu sinni enn...
...Hvernig getur nokkur heilvita maður reynt að verja svona brot?!
Ef FA dæma ekki leikmanninn í hið minnsta fimm leiki þá er stríðshanskanum kastað. Hvað Wigan varðar þá viljum við ekki sjá ykkur í þessari deild. Vonandi verður fall ykkar hlutskipti í vor.
Whelan og Martinez eru aumingjar af verstu sort. Það er ekki nema von að leikmenn eins og Mcmanaman vilji spila þarna.
![]() |
McManaman sagður fá að lágmarki þriggja leikja bann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 19.3.2013 kl. 12:19 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar