5.3.2013 | 23:16
Þegar góðir leikir eru skemmdir
Við munum aldrei komast að því hvort liðið var betra í þessari rimmu. Allt vegna þess að manni sem fengin eru gríðarleg völd tók ákvörðun sem nú fer í sögubækurnar sem ein sú slakasta fyrr og síðar.
Dómarinn rétti Real leikinn og sagði: "gjörið svo vel. Nú er komið að ykkur".
Menn sem reyna með einhverju leiti að réttlæta spjaldið eru annað hvort á mörkum þess að eiga að hafa sjálfræði eða það sem líklegra er, uppfullir af svo miklu United hatri að dómgreind þeirra er brostin.
Nani á aldrei möguleika á að sjá leikmanninn. Allt tal um að fóturinn hafi verið of hátt uppi er marklaust, og í raun vekur upp fleiri spurningar en svarar þeim. Stóra málið er í raun ekki hvort það sem Nani gerði mátti eða ekki, heldur sú ákvörðun að gefa rautt. Rautt þýðir að þú þarft að spila manni færri. Lið af þeirri vigt sem ManUtd og Real eru, spila ekki á móti hvort öðru manni færri. Þá er þetta bara búið.
Dómarinn rétti Real leikinn.
Fyrir leikinn mat ég líkur okkar 50/50. Jafnvel á Old Trafford. Fyrirfram hefði ég ekki hengt haus ef við hefðum verið sigraðir af óárennilegu Madridarliði. En orð hins útvalda Jose Mourinho segja allt sem segja þarf: "I doubt that 11 v 11 we win the match."
Atvikið í kvöld skilur eftir óbragð og minnir mann á hversu óréttlát þessi íþrótt getur verið.
Það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnum United en nú er krafa stuðningsmanna 2 titlar.
Við viljum FA bikarinn og deildina.
![]() |
Dómari: Í mesta lagi gult spjald á Nani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 6.3.2013 kl. 09:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Úrslitin högg fyrir Trump
- Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp
- Heathrow fékk aðvörun nokkrum dögum fyrir lokun
- Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni
- Þúsundir án rafmagns
- Lífstíð fyrir víg raunveruleikastjörnu
- Frelsisdagur Trumps runninn upp
- Björguðu manni úr rústum fimm dögum eftir stóra skjálftann
- Krefst dauðarefsingar yfir Mangione
- Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum