30.4.2012 | 22:01
emmmmmm...Hverju eigum við þá að kvarta yfir?
Betra liðið vann. Ef hann á við það. Þetta var í raun sá vettvangur sem United þurfti til að sýna hverjir eru sendiherrar fótboltans. Ekki eitt skot að marki City.
Eigum við þá ekki að kvarta yfir því?
Ég er spilltur, feitur og góðu vanur. Í fótboltalegum skilningi. Ég kann ekki að meðtaka þá hugsun að aðrir taki frá okkur það sem hefur alltaf verið hannað með okkur í huga.
Að missa niður 8 stig í 0 er ekki United.
Kannski tapar City stigum á móti NCU. Kannski tapar United stigum á móti Sunderland. Afar ólíklegt verður að teljast að þessi lið tapi fleiri stigum. Það dugar City. Það dugar ekki okkur.
Við hljótum að kvarta yfir því.
Ég sagði það þá og segi aftur: það er engin leiðtogi í þessu liði. Það er engin sem tekur af skarið og gerir hlutina.
Ferguson: Get ekki kvartað yfir úrslitunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar