11.2.2012 | 20:58
Aumingi
Ég hef skrifað áður um þetta gerpi. Liverpool-menn geta þakkað honum einum fyrir stöðu þeirra í töflunni. Þvílíkt fífl. Ef hann hefði bara tekið í hönd fórnarlambs síns þá væri þetta mál frá.
Nei. Suárez ætlar að mylja undan klúbb sínum enn um sinn. Staða Liverpool í heimsboltanum má líkja við máltækið að "muna sinn fífil fegurri". Ástæðan er einföld: Þá skortir klassa sem þeir höfðu áður.
Ráðning Kenny Dalglish virtist í byrjun snilldar leikur, fá eina svona gamalgróna hetju sem er í guðatölu á Anfield. En mér sýnist þetta hafa snúist uppí andhverfu sína. Svona eins og þegar sonur forstjórans fer að stjórna á gólfinu og pabbi sér ekki galla stráksa. King Kenny er ekki að byggja nokkurn skapaðan hlut upp á Anfield.
Ég þekki marga Liverpool menn sem eru allir algerir topp-menn. En skelfilega eru þeir óheppnir að leið þeirra lá með þessum skríl.
Suárez neitar að taka í hönd Evra (myndskeið) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar