Ærulaus her

Ætlar Liverpool algerlega að klára sig á þessu Suárez máli?!

Nú er klúbburinn búinn að gera svo hrikalega uppá bak frá fyrsta degi hvað þetta varðar, að ég er þess viss að þeir muni ímyndarlega líða fyrir þetta lengi enn.

Svo kemur þetta.

Þeir vilja sem sagt draga Manchester United með sér í þennan sjálfskapaða forarpytt með því að halda einhvern sáttafund fyrir leikinn á Old Trafford! Allt með þeim tilgangi að auðvelda endurkomu Suárez eftir bannið sem einmitt mun gerast á Old Trafford.

Í fyrsta lagi. Það að leikmaður þeirra kynþáttaníði annan leikmann er þeirra mál að klára. Í þessari frétt sem er slök þýðing af bbc.com er talað um "meint kynþáttaníð" en það er ekki meint. það er sannað. Nú er búið að dæma í því máli, Suárez er sekur og hefur fengið refsingu sem hann nú afplánar. Beckham þurfti að taka út háðið frá heilli þjóð eftir rauðaspjaldið með Englandi á HM, Suárez þarf bara að taka þessu líka.

Í öðru lagi. Viðbrögð þeirra og aðgerðir frá fyrsta degi hafa einkennst af fumi, barnaskap, sjálfhverfu og einfelldni. Þeir gerðu allt rangt. Manchester United hafa ekki tjáð sig um þetta mál nema svarað því til að klúbburinn telji sérstakt að Liverpool gefi út allar þessar yfirlýsingar á meðan rannsókn stendur yfir. Liverpool á þessa skítabombu einir skuldlaust.

Í þriðja lagi. Tilraunir þeirra til að sverta Evra og hans mannorð með staðhæfulausum fullyrðingum um að Evra hafi áður gerst sekur um rangar sakargiftir vegna kynþáttaníðs, eru viðbjóðslegar.

 

Að ofansögðu eru allar tilraunir að draga United að einhverju sáttabroði aumkunarverðar. Akkúrat engar deilur hafa verið á milli klúbbana varðandi þetta mál. Leikmaður kærði annan leikmann fyrir níð. Liverpool hafa átt sviðið síðan þá og þvílík leiksýning.

Þetta nýjasta útspil er svona eins og þegar skólafanturinn lemur samnemanda án tilefnis eða ástæðu. Skólastjórinn biður þá svo að koma á skrifstofuna og takast í hendur. Gott boð fyrir þann barða, ekki satt? 


mbl.is Ferguson hafnar friðarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband