18.11.2011 | 12:24
Poyet og skólabókin
Þetta eru frábær skilaboð til leikmanna Brighton. Reyndar eru afar fáir deldökkir leikmenn í liðinu, ég vona að sú skýring hafi ekki eitthvað að gera með afstöðu Poeyt til kynþáttaníðs. Mögulega er hann hér líka að verja vinn sinn John Terry sem er einnig sakaður um kynþáttaníð.
Maður skyldi þó alltaf taka svona fréttum með fyrirvara. Þannig er að fæstir þessara knattspyrnumanna hafa lagt mikla áherslu á lestur bóka og að víkka sjóndeildarhringinn, þeir enda einhvern veginn allir í fótboltatengdum störfum eftir ferilinn. Enska er auk þess ekki hans móðurmál og því eiga viðtöl við erlenda leikmenn og þjálfara það til að vera tekin úr samhengi. Mourinho lenti talsvert í þessu tungumálabasli þegar hann var að lýsa tilfinningum sínum strax eftir leiki. þegar hann notaði orðið "cheat" (svindla) um dómara leiksins, átti hann við "unfair" (ósanngjarn). Allir sjá að orðin hafa hrópandi áherslumun en geta átt við sama hlutinn.
Það er mjög gagnlegt að fá þessa umræðu á yfirborðið og athyglisvert að sjá hvað knattspyrnuheimurinn er ljósár á eftir öðrum siðmenntuðum heimi í að taka á óréttlæti. Ýmsir misvitrir sparksérfræðingar eins og Ian Wright og ekki minni strumpar en Sepp Blatter hafa skitið í buxurnar við það eitt að tjá sig um þessi mál. þar hafa menn opinberað algera fávisku og tómlæti um kynþáttaníð, og kemur þar í ljós hvað menn vita í raun lítið um það sem gerist í þeirra eigin bakgarði.
Fótboltamenn eiga að halda sig við það sem þeir kunna: að sparka bolta. Poyet er illa lesinn og hefur fengið einu höfuðhögginu of mikið í gegnum sinn feril. Hann á að hafa vit á því að þegja þegar blaðamaður leggur fyrir hann svona siðferðislega gildru.
Blatter verður ekki bjargað. Hann á heima í fangelsi.
![]() |
Poyet: Evra er grenjuskjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar