1.10.2011 | 16:43
Fundur Dalglish með formanni dómarasambandsins skilar árangri
Hvernig Atkinson (Atkinson?! Hljómar nafnið kunnuglega?) fékk það út að Rodwell hefði brotið á Tannálfnum, er öllum nema Liverpool mönnum hulin ráðgáta. Ef eitthvert réttlæti væri í þessum heimi hefði Tannálfurinn fengið gult fyrir leikaraskap. Hann lá í grasinu, velti sér eins og á hann vantaði fót og bað um hjálp frá hliðarlínunni. Lucas Leiva þurfti nánast áfallahjálp eftir hið hræðilega brot.
Tannálfurinn er þekktur fyrir margt annað en heiðarleika.
Með Ajax 2010 tókst honum að fá viðurnefnið "mannætan í Ajax" þar sem hann gerir sér lítið fyrir og bítur leikmann PSV. Kannski erfitt fyrir mann með jafn framstæðan tannrekka að halda tönnunum undir vörunum.
Í leik á móti United sést hann svo eftir að dómarinn hafði stoppað leikinn þar sem Rafael hafði brotið á leikmanni Liverpool, þrífa aftann í hnakka Rafael og rífa duglega í hár hans.
Sannur heiðursmaður.
Dalglish grenjaði svo mikið í dómarasambandinu að hann fékk fund. Fundurinn skilaði greinilega sínu.
![]() |
Liverpool fjórða eftir sigur á Everton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar