Að kasta steinum úr glerhúsi

Ég á ekki orð.

Chelsea menn að kvarta undan dómgæslu. Máltækið "what comes around, goes around" ætti að rifja upp fyrir Villas-Boas. Og hvernig vill hann að Mike taki á atvikinu með Cole í sama leik? Þetta verður athylgisverð niðurstaða.

Þótt Villas-Boas hafi ekki átt þátt í lukkureið Chelsea síðastliðin ár, þarf hann að læra söguna áður en hann opnar öskju Pandoru. Chelsea hafa klárlega fengið góða meðferð dómara á móti United síðastliðin ár:

Nóvember 2009. Stamford Bridge:

United tapar 1-0.

Undir fáránlegum kringumstæðum flautar Martin Atkinson aukaspyrnu á Fletcher sem klárlega vann boltann á undan Ashley Cole. Atkinson sem átti engan séns á að sjá atvikið nægjanlega vel flautar á United við það eitt að Cole stekkur uppí loft eins og taugaveiklaður köttur og lendir á hliðinni organdi. Uppúr þessari aukaspyrnu gerist annað.article-1226279-07234287000005DC-402_468x308

Boltinn berst inní teyg þar sem Wes Brown segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Drogba. Það sést augljóslega að Drogba heldur Brown í tilraun sinni að skalla boltann burt. Anelka á snertinguna sem ýtir boltanum yfir marklínuna.article-1226144-0723719E000005DC-693_468x307

Miðlar morgundagsins voru flestir á því að United hefðu verið rændir. United voru mun betri aðilinn í leiknum en nýttu ekki færin.

Svona atvik skipta því miklu.

 

 

Apríl 2010. Old Trafford:

United tapar 1-2.

Frammistaða dómara leiksins var svo léleg að dómarinn Mike Dean og aðstoðardómari voru látnir dæma leiki í neðri deildum eftir þenna leik. Rangstöðumark Drogba í þessum leik er eitt frægasta rangstöðumark sem leyft hefur verið á síðari árum. 

Drogba-Offside Á myndum sést að Drogba er svo langt fyrir innan að maður með nærsýni -6 sæi atvikið án gleraugna. Það er nákvæmlega ekkert sem byrgir sýn hans. Drogba skorar og setur stöðuna í 2-0 á 78. min. United skorar eitt mark en komast ekki nær.

Eitt versta tilvik rangstöðu hefur átt sér stað í leik sem réði úrslitum um hvar titillinn lenti þetta árið á milli liðanna sem kepptu um hann.  

 

 

 

Mars 2011. Stamford Bridge:

United tapar 2-1.Luiz-and-Rooney

David Luiz átti sinn happa dag. Hann skorar gott mark en hefði átt að fá sitt seinna gula spjald þegar hann tekur Rooney niður augnablikum fyrir umdeilda vítaspyrnu sem Chelsea fékk. Ekkert dæmt hjá kunnugum United bana: Martin Atkinson.

Í stöðunni 1-1. gerist það að Smalling nuddast við Yuri Zhirkov þegar 12 min eru eftir. Lampard skorar. Margir voru á því að Atkinson hafi með því að sleppa Luiz við seinna gula sett tóninn og því vítaspyrnudómurinn afar harður. 

Vidic fékk svo sitt seinna gula spjald á 90. min. til að kóróna fáránlegan dag. Vissulega var það brot mun skýrara en hin umdeilda vítaspyrna, en brot Luiz var það skýrasta þeirra allra.

 

 

Villas-Boas er að stimpla sig inn í ensku deildina á kolröngum forsendum.

 


mbl.is Villas-Boas kvartar yfir dómgæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband