1.6.2011 | 09:38
Mannvitsbrekka
Mascherano er potturinn og pannan í leikkerfi Barcelona. Hann er upphafið og endirinn. Hann er sannur töframaður með hausinn rétt skrúfaðan.
Hann yfirgaf Liverpool fyrir stærri klúbb. Það skilja allir. En hann er álíka mikilvægur í uppbyggingu Barcelona og hornfáni.
Það var ekki honum að þakka að United setti ekki mark á Barcelona á fyrsti 10 min leiksins. Hann á ekkert frekar heima í vörn en á miðju.
Alex Ferguson var spurður á blaðamannafundi spurningar sem hann sagði sjálfur að væri líklega heimskulegasta spurning sem hann hefði fengið. Blaðamaður spurði gamla að ef hann mætti velja einn og aðeins einn, leikmann úr Barcelona, hver það yrði.
Gamli horfði á blaðamanninn glottandi og sagði: "þetta er heimskulegasta spurning sem ég hef fengið á lífsleiðinni!" Hláturskviða fór um salinn og eftir smá hlé sagði sá gamli kankvís: "Mascherano."
Salurinn rifnaði úr hlátri.
Atvikið má sjá hér.
Allir sem eitthvað vita, og hér gildir einu hvort menn horfi á fótbolta eða ekki, að Messi er holdgerður guð fótboltaguðanna. Þú borgar 200.000.000. punda fyrir þenna mann.
Svar SAF er því einn mesti tíkar-kinnhestur með flötu handarbaki, sem hefur verið veittur á blaðamannafundi. Háðsglósan er alger og Mascherano ólíklegur valkostur þjálfara í leikmannaleit fyrir næsta tímabil.
"Mascherano".
![]() |
Mascherano: Sigurinn líka fyrir Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar