28.5.2011 | 22:05
Strákarnir í XS einfaldlega XXL fyrir okkur
Það gerist kannski einu sinni á 20 ára fresti að maður sér leik með Manchester United þar sem enginn séns er að við vinnum leikinn. Menn geta velt þessu endalaust fyrir sér en það breytir engu; Barcelona eru frá annarri plánetu.
Í þessum leik kom bara vel í ljós að okkur vantar gæði í margar stöður. Barcelona hafa gæði í mörgum stöðum. Fyrir utan framlag Rooney í markinu gerði enginn leikmaður United nægilega mikið til að fá neitt úr leiknum. Giggs var sá eini sem öðru hvoru sýndi í hvaða klassa hann hann hefur verið í 20 ár. Málið er bara að hann er 37 ára.
Barcelona komu úr öllum áttum í kvöld. Þeir voru 22 á vellinum. Við vorum 6. Hernaðaráætlun SAF gekk ekki upp.
Þessi leikur er áminning fyrir okkur um að við erum enn langt frá því besta sem er hægt að gera í fótbolta. Til að jafna Barcelona þarf að breyta miklu.
Það er kannski lærdómurinn sem menn fara með í sumarfrí. Okkur vantar enn gæði í margar stöður. Það væri fínt að byrja á miðjunni.
Hvað um það. Tap er alltaf sárt, en hvernig er hægt að gráta tap sem þetta? Betra liðið vann.
Frábært tímabil þó að baki. 19 titlar.
Geri aðrir betur.
Mancunian óskar öllum knattspyrnumönnum góðs sumars.
Ferdinand: Betra liðið vann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar