6.4.2011 | 22:20
What comes around goes around
Svona er það nú Carlo. Þú getur ekki ætlast til þess að allt falli með þér.
Fyrir það fyrsta þá á brotið sér stað fyrir utan teyg, ekki innan eins og fávís greinarhöfundur mbl.is skrifar hér.
Vissulega er heimilt að færa brot á punktinn þegar það á við, en það er stór ákvörðun. Dómarinn var ekki einu sinni í vafa um að Evra og Ramires hefðu aðeins lent saman og lét leikinn halda áfram. Það var klárlega hægt að dæma aukaspyrnu og senda þar með Evra í sturtu, en víti var þetta ekki. Til þess að það megi verða þá þarf brotið að eiga sér stað inní teyg. Fótbolti 101.
Það voru margir reiðir yfir dómgæslunni á Brúnni í leik þessara liða í deildinni hér um daginn, þegar Atkinson sá ekki ástæðu til að refsa Luiz fyrir ítrekuð brot. Atkinson sá frekar ástæðu til að dæma víti á Smalling fyrir litlar sakir og senda Vidic í sturtu fyrir 50/50 brot.
Ég lét mér nægja að draga fram vanhæfni okkar manna í að klára þann leik þegar við gátum því slakir dómar hafa tilhneigingu til að jafnast út. What comes around goes around.
Hvað varðar strípustrákinn með sköpin, þá átti hann að vera farinn í bað fyrir tvær dýfur sem aðeins í öðru tilfelli kallaði fram gult spjald. Það er með ólíkindum að maðurinn skuli í tvígang reyna að fiska víti en fyrir áhugasama má sjá bæði atvikin hér. Þessi drengur er stórlega ofmetinn og ekki snefill af manndóm í honum. Hann passar fínt í hóp leigu-drengjanna.
Fínn leikur hjá mínum mönnum en menn skulu gæta sín. Þótt útivallarmark í Meistaradeildinni sé mikilvægt þá eru rimmur enskra liða í þessari keppni meira eins og deildarleikir. Hér geta allir unnið alla heima og heiman.
United er þó með þetta í sínum höndum.
Ancelotti: Þetta var púra víti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 7.4.2011 kl. 10:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar