Miðjuþóf

 Jæja. Þá er tveimur af þremur massívum útilekjum lokið með tapi. Af einhverri guðslukku þá höldum við þó enn toppsætinu. Það er reyndar ekki okkar snilli að þakka heldur skort á snilld hinna. Leikur Manchester United á útivelli hið minnsta, er skelfilegur.  Ákveðnar stöður í liðinu er vel mannaðar. Varnarlína United þegar hún keyrir á öllum fjórum sílendrum með þeim Rafael, Vidic, Rio og Evra er ein sú besta í heimi. Í framlínunni minna þeir Berbatov og Rooney okkur reglulega á hvernig verðmiði þeirra er fundinn út, þótt óstöðugleiki þeirra gæti verið áhyggjuefni. Kaupin á Hernandez voru hrein snilld og minnir hann mann á norskann strák sem var kallaður Ole Gunnar. Nani sem stundum spilar frammi í uppstillingu 4-3-3 hefur verið lykilmaður fyrir okkur í vetur með 9 mörk, 13 stoðsendingar og 110 skot í 25 leikjum.  Það er miðjan sem er álíka spennandi og að horfa á málningu þorna. C&FFyrir skemmstu skrifuðu þeir Carrick og Fletcher undir nýjan samning til fjögurra ára. Margir United menn eru tvístígandi um hvernig beri að taka þessum fréttum. Þótt það sé óumdeilt að þessir leikmenn hafi spilað sinn þátt í árangri United síðastliðin 4-5 ár, þá er ráðgátan mun frekar hvaða áhrif þetta hefur á framtíðarstefnu Ferguson á uppstillingu miðju. Hvorki Fletcher né Carrick hafa þessa extra töfra sem setur þá á stall þeirra bestu. Í mínum huga þá toppaði Fletcher í fyrra. Hann átti frábært tímabil en aðdragandi þess var langur og erfiður. Héldu margir að Fletcher væri launsonur Ferguson þar sem trú hans á leikmanninum miðað við frammistöðu og getu, var með ólíkindum. Carrick byrjað vel með klúbbnum en hefur nú neyðst til að spila stöðu sem hentar honum illa. Carrick er svo kallaður „passing playmaker“. Hans þáttur er að eiga úrslita sendinguna þegar hann er kominn fram yfir miðju með traustann „holding midfielder“ fyrir aftan sig. Carrick er ekki tæklandi miðjumaður líkt og Hargreaves sem virðist aldrei ætla að ná sér upp úr þessum meiðslum. Fletcher og Carrick eru ekki sá dúett sem við þurfum.

 S&G

Hvað varðar hina kostina þá er ekki um auðugan garð að gresja. Scholes sem að mati margra snjöllustu lekmanna og þjálfara heims hefur verið heimsins besti miðjumaður í áratug,  virðist vera hættur. Hann hefur verið mjög flekkóttur allt tímabilið og var mikið meiddur í fyrra og árið á undan. Gibson er bara ekki nægjanlega góður. Hann hefur fengið mikinn tíma til að sanna sig og er ekki ungur í þeim skilningi, 24 ára gamall. Framþróun hans hefur ekki verið á þeim hraða (líkt og Fletcher) að hægt sé að ímynda sér að þessi leikmaður verði neitt annað en meðalgóður miðjumaður. Anderson eftir að hafa komið úr meiðslum hefur litið hvað best út þetta tímabilið af þeim kostum sem við höfum. Hann skortir þó títtræddan stöðugleika og maður veit aldrei með þessa brassa, hvort þeir séu að koma eða fara.      gibsonFerguson hefur prófað að stilla upp nokkrum blöndum af miðjumönnum í vetur. Til að orða það pennt þá hafa fáar gengið upp, nema þá þegar Anderson og Carrick voru saman í 4-4-2. Þá höfum við haft trausta vængmenn í Park, Valencia og Nani, en meiðslasaga þeirra er fjötur. Hinn eilífi Ryan Giggs er röngu meginn við 30 ára aldurinn og nálgast nú fertugt. Lengra mun líða á milli stórleikja hans en við þolum.

 

Lykilatriðið hér er að miðjuna skortir leiðtoga. Keane hafði þetta, Cantona hafði þetta. Hargreaves hefur þetta, en lappirnar á honum eru ónýttar. Okkur vantar skapandi miðjumann sem getur stjórnað og gefið skipanir innan vallar semA&H utan. Okkur vantar þessa „die hard“ Garry Nevile týpu sem kyssir merkið tekur á sig ábyrgðina þegar illa gengur. Þegar þessi maður er fundinn getur Scholes náð sér í þjálfararéttindin og hætt, Anderson pressað sér framar og sleppt af sér beyslinu, Carrick dreift spili fyrir framan miðju, og Gibson farið til Bolton.  

mbl.is Ferguson: Höfum enga afsökun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband