20.12.2010 | 10:23
Chelsea er lítill klúbbur með lítið hjarta
Það var ákvörðun Chelsea að fresta leiknum. Ekki dómara eða yfirvalda, heldur Chelsea. Þeir höfðu samband við yfirvöld af fyrra bragði til að viðra þá skoðun sína að fresta ætti leiknum.
Það er mat manna að Chelsea hafi ekki lagt í leikinn. Svo kom snjórinn eins og guðsgjöf og frábært tækifæri til að fresta einum stærsta leik tímabilsins.
Lítum á nokkra þætti er rökstyðja að Chelsea þorðu ekki að mæta mínum mönnum í gær:
1. Leikurinn var blásinn af á laugardegi en átti ekki að eiga sér stað fyrr en seint á sunnudegi. Leikur Arsenal var ekki blásinn af fyrr en einhverjum klukkustundum fyrir ásettan tíma, en þar var allt á kafi í snjó. Margt getur breyst á einum og hálfum degi til hins betra. Ákvörðunin þarf ekki að liggja fyrir fyrr en að morgni leikdags.
2. Allar lestar frá Manchester til London voru á áætlun. Ekki bara á laugardaginn heldur í gær líka.
3. Og hvar var svo snjórinn? Myndir af vellinum og í kringum Stamford Bridge sína kjöraðstæður og fátt sem rökstyður að blása leikinn af með svo löngum fyrirvara. Hvers vegna geta verslanir og veitingastaðir verið opnir án þess að út sé gefin einhver viðvörun frá hinu opinbera varðandi ferðaöryggi, en ekki fótboltaleikir?
4. Miðað við skelfilegt form Chelsea er ekki nema von að þeir leggja ekki í United: Lampard er ekki kominn í form. Drogba fékk malaríu og hefur ekki verið samur síðan þá. Þeir ráku Ray Wilkens og leikur og skipulag hrundi. Malouda og Essien eru ekki sömu leikmenn og í fyrra. Terry hefur verið meiddur og er varnarlínan með Ivanovic og Alex ekki sannfærandi. Bosingwa hefur ekkert verið með og Anelka er týndur. Frank Arnesen framkvæmdastjóri knattspyrnumála hjá klúbbnum hefur sagt upp.
Chelsea eru hvorki líkamlega né andlega tilbúnir í leik sem getur ráðið úrslitum mótsins. Þá er að vanda gripið til aðgerða sem eru undir belti og ekki í anda íþróttarinnar.
Same old Chelsea, always cheating.
Stórleiknum frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar