3 stig í 3 útileikjum og með markatöluna 7-7. Óásætanlegt.

Ef gamli er ekki að sjá vandann þá er hann orðinn elliær. Varnarleikur United er skelfilegur með Vidic í farabroddi. Hvernig getur hann verið sem fyrirliði sáttur við þessa stöðu? Hann er búinn að stýra brúnni berandi ábyrgð á 9 mörkum í eigin neti það sem af er tímabili.

Það er ekki nóg að benda á arfalsaka Evans og O'shea, þetta gerist á hans vakt.

Fletcher toppaði 2008 til 2009. Enginn sá það, hann er nú ekki betri en það. Þetta er miðlungs leikmaður sem gæti átt frábæran ferli með Birmingham eða Blackburn. En eitthvert akkeri með Manchester United er óskhyggja hið besta, þó líklega þráhyggja þess gamla.

Nani var eini alvöru leikmaðurinn í þessum leik. Rooney er enn og aftur fyrir hinum, enda skipt útaf réttilega á 60. min. Hvort það var ökklinn eða léleg frammistaða, skiptir engu, hann gat ekkert. Hann þarf að fara að taka hausinn úr klósettinu og spila fótbolta með þeirri pressu sem honum fylgir. Í dag var Berbatov enn með hugann við Liverpool-leikinn og þá þurfti Rooney að vera tengdur. Hvorugur var það.

Þegar Chelsea tapar og Arsenal, þá vinnur þú. Þú vinnur alltaf Bolton. Nú eru 3 stig í Chelsea sem hefðu átt að vera 1.

O'shea, Fletcher og Rooney á bekkinn. Evans burt. Taktu svo upp veskið og KAUPTU menn sem eitthvað geta!

  

 


mbl.is Owen tryggði United jafntefli gegn Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband