Þvermóðskuháttur og greindarskortur

Sú staðreynd að það tekur sjónvarpsstöðvar 3 sek. að sjá hvort boltinn var inni eða ekki með 100% vissu, ætti að segja hinum strangheiðarlega Sepp Blatter forseta FIFA, að það ætti að vera léttur leikur fyrir sérfræðinga í hönnun myndavéla- og eftirlitskerfa, að hanna tækjabúnað sem gæti með algerri nákvæmni sagt til um sama hlutinn. Fleiri hundruð reglubreytingar á leiknum eru gerðar árlega sem ekkert vægi hafa, en þessu skal ekki haggað. 

Við skulum frekar halda í rómantíkina og óvissuna og láta bara kylfu ráða kasti í vafamálum sem geta verið spurning um hvort lið standi uppi með með pálmann í höndunum eða fari heim með sárt ennið.

Við skulum frekar gefa samsæriskenningum undir fótinn og hafa reglurnar óskýrar þar sem vald dómara að túlka vafamál með þreyttum augum og takmörkum hins mannlega, er umfram nútíma óskeikula tækni.

Fólk sem talar um að skemma ekki hinn fallega leik með framþróun er forpokað. Þetta er sjálfsagt fólk sem vildi ekki fá litasjónvarp til landsins þar sem svarthvítt gerði sitt gagn. Þetta er sjálfsagt fólk sem tekur ekki pensillín þar líkaminn sér bara um þetta. þetta er fólk sem er haldið fordómum gegn framþróun og gegnumsýrt af íhaldssemi.  

England tapaði leiknum 4-1. Liðið hefur verið andlaust, þreytt og ósamstíga allt mótið.

Lið eins og England getur hins vegar virkað eins og púðurtunna þar sem innanborðs eru víða heimsins bestu menn í sínum stöðum. 2-2. í hálfleik heitir að hafa yfirhöndina eftir að hafa verið 2-0 undir á móti einu besta liði keppninnar. Ég fullyrði að leikurinn hefði þróast Englandi í vil ef rétt hefði verið rétt.

Hvort England hefði unnið er önnur saga. 

 

 

   


mbl.is Löglegt mark Englands ekki viðurkennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband