11.4.2010 | 17:09
Mancunian er farinn í sumarfrí
Tapið á móti Bayern reyndist stærra en ég óttaðist. Tapið á móti Chelsea var ósanngjarnt en fótbolti er ekki sanngjarn. Sigurinn á móti Bayern dugði ekki til þótt ótrúlegt megi virðast.
Tímabilið hefur fallið í stafi á 2 vikum.
Vonarneystinn lifði enn fyrir þennan leik þar sem 3 stig var lágmarks krafa. Blackburn eru erfiðir heim að sækja en að vera 3. faldur meistari er engin sæluferð og á ekki að vera það. Blackburn á aldrei að vera fyrirstaða fyrir lið sem stefnir á fordæmalausa röð fjögurra meistaratitla í röð.
0-0.
Síðasta brekkan áður en ræðst hvaða liðslitir verða á Englandsmeistaratitlinum, er nú mínum mönnum orðin eins og veggur. Chelsea hefðu og sjálfsagt munu tapa stigum af þeim fimm sem þeir eiga eftir. helst eru það 2 leikir sem vert er að líta á. Tottenham berjast mikilli baráttu um 4. sætið við Man-city og munu þeir verða bæði Arsenal og Chelsea erfiður ljár í þúfu. Þeir eiga heimaleik á bæði lið, en það verður að taka með í reikninginn að Tottenham eiga bikarleik á móti Portsmouth í millitíðinni sem tekur alltaf sinn toll. Chelsea fara á White Hart Line næstkomandi laugardag sem verður erfiður leikur fyrir þá. Hinn leikurinn er útileikur á móti Liverpool sem verður 1. maí. Fyrir 2 vikum hefði ég sagt að Liverpool tæki þann leik, en röð lélegra úrslita fyrir dipperana gerir það að verkum að vel kann að vera að 1. maí verði 4. sætið gengið þeim úr greipum. Eins og sakir standa núna þá er Liverpool 6 stigum frá Man-city sem eru í 4. sæti og þeir bláklæddu eiga leik til góða.
Þetta voru leikirnir sem fyrirfram væri ekki hægt að bóka sigur á Chelsea. En þetta eru aldrei meira en 5 stig (tapa einum, gera eitt jafntefli), líklega 4 stig (gera jafntefli í báðum), sem bara dugar okkur ekki lengur.
Fyrir utan að Man-city eru á miklu flugi nú og að tryggja sér 4. sætið, og við spilum á þeirra velli næstu helgi. Ef leikurinn í dag hefði skilað 3 stigum hefði city-leikurinn unnist. Ég er ekki svo viss nú.
Ég er ekki sammála því að Arsenal eigi einfalt prógram eftir. Þeir eiga eins og áður sagði Tottenham úti sem og Blackburn. þeir eiga einnig Man-city heima sem af sömu ástæðu og fyrir okkur verðum þeim ekki einfaldur. Arsenal munu ekki halda þetta út.
Chelsea munu hins vegar gera það.
Þeir vinna alla sína leiki sem eftir eru nema á móti Tottenham sem öllum að óvörum munu vinna þá. En þeir vinna Liverpool 1. maí sem verða ekki lengur með í baráttunni um 4. sætið á þeim tíma. Chelsea tapar ekki fleiri stigum á þeim punkti.
Vika djöfulsins hefur nú liðið og byrjar nú önnur með smá kryddi af illsku. það verður hægt að setja þennan árangur í samhengi við margt, en eitt stendur uppúr sem er bara mergur málsins: lykilmenn hjá United skiluðu ekki sínu þegar á reyndi. Það er af sem áður var.
Mancunian óskar fótboltamönnum gleðilegs sumars. Öllum.
![]() |
United tapaði dýrmætum stigum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 12.4.2010 kl. 14:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar