Aldrei líklegir

Chelsea er nú í lykilstöðu.

Ég sagði það alltaf að þetta yrðu úrslitaleikurinn um titilinn. Þótt vissulega margt bendi til að enn geti óvæntir hlutir átt sér stað, þá myndi ég glaður vilja skipta við Chelsea. Það sem meira er, þeir þurfa ekki að huga frekar að meistaradeildinni sem gefur þeim færi á að klára mótið af krafti.

Við þurfum hins vegar að rífa okkur upp og taka á móti Bayern í næstu viku.

Ég sá aldrei nein teikn á lofti um að við ætluðum að klára þennan leik. Chelsea voru beittari þótt tilburðir þeirra við mark okkar hafi ekki verið miklir. Stóra markið í leiknum var mark Cole. Það kom uppúr slæmum varnartilburðum Fletcher og Ferdinand sem áttu að loka á Malouda mun fyrr.

Mark Drogba var rangstöðumark ef verstu sort en vafi lék einnig á réttmæti marki Macheda. En dómar falla gegn okkur eins og með okkur. Þannig er það bara, og ég ætla ekki að skella á dómara leiksins hvernig fór.

Við virtumst bensín litlir í leiknum og hugmyndasnauðir.

Nú er bara að elta og vona að Chelsea tapi stigum á móti Spurs og Liverpool sem þeir eiga úti. Hitt er annað, við verðum líka að klára okkar leiki sem eru ekki síður erfiðir.

Við sjáum hvað setur.

   


mbl.is Chelsea aftur á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband