30.3.2010 | 21:38
Sárt en sanngjarnt
Mark Rooney var eiginlega of gott til að vera satt. það kom líka á daginn. Þetta er samt stærra mark en menn kunna að halda.
Það gerist stundum hjá mínum mönnum, ekki oft, að maður sér strax á fyrstu min að leikur mun ekki endilega spilast eins og þú vilt. Of lengi héldu Bayern boltnaum. Of oft komust þeir í gegnum miðju minna manna til að stilla fyrir úrslita sendingunni.
Mínir menn voru ekki tilbúnir í þennan leik. Rooney var ólíkur sjálfum sér og líklega ekki heill heilsu. Evra sem er án vafa besti vinstri bakvörður heims, sótti nánast ekkert og það var ljóðrænt að sjá hann eiga alla sök á sigurmarki Bayern. Scholes, Carrick og Park réðu ekki við sitt hlutverk á miðjunni í dag.
Slæmur dagur á skrifstofunni, en útivallarmarkið var stórt.
Kannski eru sár úrslit sú hvatnig sem menn þurfa fyrir stóra leiki.
Bayern sýndu mikinn karakter, áttu þetta skilið. Leikurinn á Old Trafford er þó eftir.
![]() |
Olic tryggði Bayern sigur á síðustu sekúndu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar