29.3.2010 | 10:44
Spunafréttir blaðamanns
Hvar fékk blaðamaður þá flugu í höfuðið að Vidic hefði viljandi notað olnbogann á Elmander? Hvar er það í umræðunni?
Fréttin hér hefur ekkert með það að gera. Fréttin er hvort FA muni líta svo á málið að Atkinson dómari hafi séð atvikið og með því tekið afstöðu með því að dæma ekki. Svipað og með Gerrard, þar sáu dómarar atvikin og gerðu ekki neitt.
Vidic fór vissulega hart í Elmander, en ekkert harðar en gengur og gerist í skallaeinvígum af þessu tagi. Gleymum því ekki að Elmander er stór og sterkur leikmaður sem vill fá há bolta í teiginn. Leikstíll Bolton hefur alltaf verið svona.
Þjálfari Bolton Owen Coyle er nú grenjandi í fjölmiðlum um að Vidic hafi brotið "skelfilega" af sér.
Lengi geta menn kastað steinum úr glerhúsi.
Leikmennirnir Gary Cahill, Kevin Davies og Sam Ricketts, gerðust allir sekir um brot í leiknum sem hefðu auðveldlega getað kallað á spjald. Hið fyrsta var sérlega gróft og illa tímasett. Ricketts tæklaði Evra þar sem Ricketts kom alltof seint í boltann, og í stað þess að hoppa uppúr tæklingunni þar sem ljóst var að hann var of seinn, þá fylgdi hann fast á eftir og meiddi sjálfan sig og Evra. Atkinson dómari gerði ekki neitt.
Seinn atvikið var einmitt samskonar atvik og með Vidic. Gary Cahill fór í skallaeinvígi við Berbatov sem endaði með því að Cahill náði Berbatov með olnboganum og Berbatov klárlega fann til eftir höggið. Atkinson dómari gerði ekki neitt.
Leikstíll Bolton er gerilsneiddur af allri fegurð og tækni. Í tíð Big Sam þá gengu kerfi þeirra út á föst leikatriði og háa bolta inní teig. Leikur liðsins var fastur, og Bolton liðið hefur lengst af verið afdrepi fyrir leikmenn sem þrífast illa annarsstaðar. Owen Coyle hefur engu breitt hvað þetta varðar.
Það er með ólíkindum að heyra manninn tala svona. Þjálfari sem gerir út á skallaeinvígi ætti að hafa bein í nefinu fyrir svona atvikum. það er engu líkar en að hann sé að reyna að fá Vidic í bann, af ástæðum sem mér eru ekki kunnar.
Hvað varðar afstöðu FA þá getur verið að mínir menn séu ekki í góðum málum. Ef Atkinson segist ekki hafa séð atvikið þá er nánast öruggt að FA dæmir í málinu.
United á ekkert inni hjá FA. Það eru önnur lið sem borga betur í þann sjóð.
![]() |
Fer Vidic í fjögurra leikja bann? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar