11.3.2010 | 09:53
Ekki er allt gull sem glóir
Gengdarlaus fjáraustur Real manna skilar þeim sem sagt í besta falli La Liga. Meira að segja það verkefni mun mæta harðri mótspyrnu frá núverandi Spánarmeistörum, Barcelona.
Ég reyndar á eftir að sjá það gerast að Messi og Co., sleppi takinu á titlinum.
Ef Real vinnur ekki neitt á þessu tímabili, þá eru skipti Ronaldo eitt mesta flopp síðari ára. Auðvitað fer það eftir því hvað mínir menn vinna mikið meira en það sem þegar er komið (Carling cup), en það getur samt ekki hafa verið markmið Ronaldo að auka áskorun sína með klúbba skiptum það mikið og fara frá klúbbi sem hefur unnið allt, í klúbb sem aldrei vinnur neitt. Hann lét meira að segja hafa eftir sér að hann teldi Real geta unnið allt sem í boði er.
Úr því verður ekki.
Real mun aldrei læra af reynslunni, þaðan af síður með tíðum forsetaskiptum sem allir koma með sínar hugmyndir um hvernig skuli setja klúbbinn í hæstu hæðir. Lykillinn er stöðugleiki og skýr stefna sem ekki er vikið frá sama hver stjórnar. Real hefur aldrei lagt neitt uppúr ungliðastarfi sem er klúbbum gríðarlega mikilvægt. Leikmenn sem koma í gegnum raðir klúbbsins bera oftar en ekki eldheitar tilfinningar til uppeldisklúbbs og vaða eld og brennistein í hollustu.
Real er stærsta one hit wonder síðari ára.
Casillas: Erfitt að kyngja þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar