21.1.2010 | 22:49
Litli argentínski dvergurinn
Tévez er mikil mannvitsbrekka.
Ég hef áður bloggað um þennan snilling þegar hann var í okkar röðum og hef haft mikið dálæti á honum. Ég hef það enn.
En hann skortir allan klassa. Hann labbar í þær gildrur sem fyrir hann eru engdar og svarar ómerkilegum glósum með enn ómerkilegri athugasemdum.
Tévez var með stórt United hjarta frá fyrsta degi, en lítið skildi hann hvaða þýðingu það hefur fyrir stuðningsmenn United að kyssa merkið. Við getum bókað að mönnum verður aldrei fyrirgefið að svo mikið sem eiga ljósbláar nærbuxur ef þú styður rauðan hluta Manchesterborgar.
Hvað þá að ganga í raðir þeirra.
Margt gerðist sem ruglaði Tévez. Umboðsmaður hans sem ég hef bloggað hér um hefur reynt að blóðmjólka hinn dvergvaxna argentínumann frá fyrsta degi með fáránlegu eignarhaldi, sem gerði það að verkum að konungur konunganna (Sir Alex) varð illur í samningaviðræðum um framtíð Tévez.
Það sem meira er að United hafði þegar samþykkt að bjóða 25,5 milljónir punda fyrir leikmanninn og fimm ára samning sem hefði gert hann einn tekjuhæsta leikmann klúbbsins. Það voru hins vegar ráðgjafar hans sem lýstu því yfir að Tévez óskaði eftir að fara annað.
Tévez virðist vera í slæmum félagsskap.
Hann átti líka erfitt með að skilja að first team football væri ekki sjálfgefin staða, ekki einu sinn fyrir hinn nýkeypta Berbatov. Svo fór sem fór, en að borga 30 milljónir punda fyrir mann sem skoraði á 6 klst fresti, bara kom aldrei til greina. Það sorglega er að 25 milljónir hefðu líklega gengið og málið dautt og allir sáttir.
City bara borguðu uppsett verð. Laun Tévez eru margföld það sem hann hafði og hann hefur aðeins þurft að færa dótið sitt um nokkra kílómetra. Nokkuð góður díll fyrir hann, en hefur lítið með ást á United að gera. Ef það hefði verið skilyrðislaust þá hefði hann farið annað. Hvað er þetta annars með argentínumenn og að vilja semja við djöfulinn?
Tévez er heitur sem stendur. En hann var líka heitur með okkur...
... í smá tíma. Svo hvarf hann og var meðalmaður í besta falli. Svona 24 milljón punda maður.
City eins og Liverpool eyða nú allri orku sinni í átök við þá sem þeir hata mest. Það hefur ekki skilað Liverpool neinu nema töpuðum stigum og lítilli þátttöku í bikarkeppnum. Tévez fellur eins og flís við rass í hóp nafntogaðra leikmanna sem þekkja orðið hollusta illa:
- Barry fór frá Villa til City sem eru eins klúbbar=fjárhagsleg færsla
- Lescott kom frá Everton sem er eins og Villa=fjárhagsleg færsla
- Bellamy kom bara beint úr fangelsi
- Adebayor vildi meiri virðingu frá Arsenal og sýndi svo stuðningsmönnum Arsenal hvað virðing er
Tévez er í góðravina hópi. Vonandi hættir United-þráhyggja hans sem fyrst. City are a massive club.
Tévez: Neville sýndi mér lítilsvirðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 22.1.2010 kl. 17:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar