Stór ákvörðun hjá litlum manni

2-1 fyrir Chelsea í leik sem gat farið 2-0 til 3-0 í fyrrihálfleik. Mér varð illt í maganum að sjá til spilamennsku okkar manna í upphafi. 4-3-3 kerfi var í raun 4-3-"engin mættur til leiks" þar sem Rooney var týndur og Giggs að leita að boltanum. Nani var mættur en ekki tilbúinn. Mark hins vellauðuga Lundúnarbúa Ballacks var fallegt og afar rausnarlegt af okkar hálfu. Maðurinn sigldi einn á lignum sjó og skallaði í autt markið. Hver gleymdi að telja? Þegar hálfleikur rann upp var ég dauðslifandi feginn. Ég huggaði mig við þá staðreynd að Chelsea átti engan séns að komast í toppsætið með sigri á okkur í dag, þeir höfðu jú klúðrað því sem nú frægt er orðið á móti Wigan. Með nýjan bjór í seinni hálfleik hóf maður seinni hálfleik með þá von í brjósti að við ættum ás í erminni. Fljótlega kom það á daginn að Chelsea menn ætluðu sem oft áður að vera sjálfum sér verstir með barnalegum ágreiningi á milli hins forheimska Drogba og hins nýríka Ballacks. Hér var ekki nein þörf á ás upp í erm, Rooney hafði skorað jöfnunarmark sem var þungt á skálum okkar manna. En eins og oft vill vera í stórum leikjum, skiptir frammistaða 3. aðila miklu máli. Alan Wiley sem er að mínu viti góður dómari var þó furðu oft annars hugar þegar Ronaldo var með boltann. Ballack sá til þess að Ron kæmist aldrei til flugs í teygnum, með aðferðum sem oftast skilar mönnum áminningu. Það var þó ekki sú rimma sem gerði gæfu muninn, heldur ákvörðun sem línuvörður tekur á 85. mínútu.Glenn Turner er línuvörður sem verður líklegast frægastur fyrir að draga Chelsea einn og óstuddur, aftur inní titilbaráttuna tímabilið 2007 til 2008. Fyrirgjöf sú er orsakaði vítaspyrnuna var aldrei á leið til leikmanns Chelsea. Carrick stekkur upp til að komast fyrir spyrnuna, en boltinn fer í olnboga hans sem liggur samsíða við bringuna, þar sem leikmaðurinn er að draga sig saman frekar en að stækka sig. Á venjulegum degi: hornspyrna. En ekki á þessum. Línuvörðurinn dæmir án mess að Wiley hafi nokkuð með dóminn að gera, hendi. Áttum okkur á því að hér ríkir mikill vafi á réttmæti dómsins þar sem hér er dæmt eftir þröngum skilningi reglnanna, ávinningur Carricks á því að handleika knöttinn enginn, sem og að tilraun hans að koma höndum frá bolta hljóta að teljast hönum til tekna. En skilningur Turners var annar. Hér er komin 85. mínúta í leik liða þar sem annað liðið varð að sigra til að eiga séns á titlinum, staðan er 1-1 og líklega sanngjarnasta niðurstaðan eftir framgang síðari hálfleiks.Turner var ekki á sama máli.Þessi ólánsami línuvörður hefur áður verið United erfiður ljár í þúfu. Nú má ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að maðurinn þiggi tékka frá Abramovich eins og svo margir bótaþegar gera, heldur hversu ólánsamur hann í raun er. Í leik Boro og United sem fór 2-2, þá tókst manninum að flagga Rooney rangstaðan eftir að Rooney er hið minnsta 5 metra fyrir innan rangstæðulínuna. Þetta var okkur dýrkeypt þar sem Rooney átti bara eftir að afgreiða markmanninn fyrir hið örlagaríka flagg.Það sem eftir kom talar sínu máli. Chelsea vann leikinn og eru meiri menn fyrir það. Enginn hefði átt að afskrifa þá í þessari baráttu, þeir eru með úrvals lið sem er hlaðið hæfileikum og mikilli breidd. Allir afskrifuðu þá þó, nema Manchester United. Ferguson sagði að Chelsea yrði liðið sem myndi helst gera alvöru atlögu að titlinum fyrir utan United. En heppnin spilar heldur stóra rullu í leik Chelsea. Menn þar á bæ hljóta að spyrja sig hvers vegna Chelsea nær ekki að vinna stóru leikina af eigin rammleik. Ef það er ekki Riise þá er það bara einhver Turner, að ekki sé minnst á dráttinn í bikurunum, þar sem Chelsea náði aldrei að spila á móti Premiership-klúbbi í FA Cup, og drógust ávallt í Meistaradeild á móti slökustu liðunum snemma í mótinu.

 Nú er þetta í okkar höndum. Það skiptir okkur engu hvað Chelsea gerir, við þurfum bara að vinna okkar leiki, tveir eftir. Meistaradeildin er bónus. Klárum þetta.


mbl.is Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Mancunian
Mancunian
Our goal is, through innovation, commitment and evolution, to protect and develop the brand by sustaining the playing success on the field and growing the business to enhance the financial strength of the Group
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband